Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 93
tvö skip frá Þýzkalandi, Litlafell og Skaftafell.
Gamla Litlafell var selt til Grikklands. Hið nýja
strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins, Esja, smíð-
að á Akureyri, var tekið í notkun í maí.
Perðaskrifstofa ríkisins rak um sumarið tíu svo-
kölluð Edduhótel í skólahúsum úti á landsbyggð-
inni. Allmargir útlendir ferðamenn dvöldust á ís-
lenzkum sveitaheimilum um sumarið.
7 729 bifreiðir voru fluttar til íslands á árinu.
Af þeim voru 7 059 fólksbifreiðir, 320 vörubifreiðir
og 302 sendiferðabifreiðir. Nýjar umferðarreglur
gengu í gildi í Kópavogi í árslok. Gerðar voru á Bú-
staðavegi í Reykjavík tilraunir um nýjar gerðir
götuljósa, þar sem gangandi vegfarendur geta þrýst
á stöðvunarhnapp. Loftleiðir komu á fót ferðaskrif-
stofu. Ný póstgjaldaskrá gekk í gildi 1. júlí.
Slys og slysavarnir.
90 íslendingar létust af slysförum á árinu (árið
áður 105). Þrír íslendinganna létust erlendis, en sex
útlendingar fórust af slysförum hér á landi. 35
drukknuðu (árið áður 35), í umferðaslysum létust
24 (26), en í eldsvoða 7 (7) og í flugslysum 3 (4).
6. febrúar fórst vélbáturinn Ása frá Reykjavík
á Faxaflóa með tveimur mönnum. 7. apríl fórst vél-
báturinn Andri frá Keflavík út af Garðskaga, og
fórust þar þrír menn, en fjórir björguðust. 17. apríl
fórst vélbáturinn Sigurfari frá Höfn í Hornafirði í
Hornafjarðarósi. Fórust þar átta menn, en tveimur
var bjargað. 21. apríl strandaði brezkur togari við
Arnarnes við Skutulsfjörð, en mannbjörg varð. Olli
°lía frá togaranum mengun og fugladauða á ísa-
fjarðardjúpi. Eftir ítrekaðar tilraunir náðist togar-
(91)