Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 98
herra og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð-
herra. Hin nýja ríkisstjórn lýsti því m. a. yfir, að
landhelgi íslands yrði færð út í 50 mílur 1. sept-
ember 1972 og að unnið yrði að því, að bandaríska
herliðið hyrfi úr landi á næstu fjórum árum.
Eyrarhreppur var sameinaður ísafjarðarkaup-
stað, og fóru bæjarstjórnarkosningar þar fram 3.
október.
Útvegur.
Heildaraflinn varð 680 742 tonn (árið áður
735 878). Freðfiskur var 302 299 tonn (302 367),
saltfiskur 108126 (106 661), ísfiskur 71306 tonn
(88 989), skreið 3 295 tonn (31195), niðursoðinn
og reyktur fiskur 1078 tonn (2141). Fiskmjöls-
framleiðsla var 188 676 tonn (192 205). Þorskafli
var 254 977 tonn (308 336), ýsu- og lýsuafli 32 708
tonn (32 065), ufsaafli 60177 tonn (63 907), löngu-
og blálönguafli 9 574 tonn (8 738), keiluafli 3 864
tonn (4 413), steinbítsafli 5 292 tonn (5 717), karfa-
afli 31 706 tonn (24 809), lúðu- og grálúðuafli 6 323
tonn (8 468), skarkolaafli 7 179 tonn (8 117), spærl-
ingsafli 3 030 tonn (2890), loðnuafli 182883 tonn
(191763). Síldarafli var 61341 tonn (57 361). Um
50 íslenzk skip stunduðu síldveiðar á Norðursjó og
við Hjaltland um haustið. Svolítil síldveiði var við
Suður- og Suðvesturland um haustið. Síldarflutn-
ingaskipið Hæringur var selt til ítalíu. Loðnuveiði
var góð á útmánuðum. 554 hvalir veiddust á árinu
(árið áður 377). Laxveiði var mjög góð (áætluð
56 000 laxar). Hafa aldrei fleiri laxar veiðzt á stöng
á einu ári. Mikil laxagengd var í laxastöðinni í Lár-
ósi á Snæfellsnesi, en í Kollaf jarðarstöðinni minni en
(96)