Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 99
arið áður. Nýtt íslenzkt fiskafóður, sem var gert eft-
lr forsögn dr. Jónasar Bjarnasonar, var reynt í Kolla-
fjarðarstöðinni og reyndist vel. Humarafli var 4 657
tonn (4 026) og rækjuafli 6 500 tonn (4 510). Nokkr-
ar oýjar rækjuverksmiðjur tóku til starfa. Hörpu-
diskaaflinn var 3 658 tonn (2 475). — Allur íslenzki
skipastóllinn var í árslok 1971 891 skip, samtals
144 743 lestir (í árslok 1970 849 skip, samtals
140 766 lestir). Togarar voru 22, fiskiskip yfir 100
iestir, önnur en togarar, 212, fiskiskip undir 100
iestum 578, farþega- og vöruflutningaskip 40, varð-
skip 4, björgunarskip 1, olíuskip 4. 84 fiskiskip voru
1 smíðum fyrir Islendinga í árslok, 71 þeirra inn-
anlands. Samið var um smíð um 30 skuttogara, að-
aUega á Spáni, í Póllandi og Japan.
Sigmund Jóhannsson í Vestmannaeyjum gerði
tilraunir með nýjar aðferðir við saltfiskverkun og
humarþvott. Gerðar voru í Vestmannaeyjum tilraun-
lr með nýjar tegundir toghlera. Unnið var að undir-
búningi að stofnun Tæknistofnunar sjávarútvegs-
ins. Fiskvinnsluskóli tók til starfa í Reykjavík um
kaustið. Gefin var út að tilhlutan Fiskifélags ís-
iands bókin Fiskiðnaðurinn eftir Ásgeir Jakobsson,
°S var hún notuð til kennslu fiskimannaefna. ís-
iendingar tóku þátt í alþjóðlegri fiskveiðasýningu
1 Friðrikshöfn á Jótlandi í maí. Fiskverð hækkaði
Urn 18—19% 1. ágúst, en þá voru greiðslur í Verð-
Jefnunarsjóð fiskiðnaðarins lækkaðar. 19. nóvember
var Kristján Ragnarsson kjörinn formaður Lands-
Sambands íslenzkra útvegsmanna.
. il*71 sumarið lýsti ríkisstjórnin því yfir, að land-
^elgi íslands yrði stækkuð í 50 mílur 1. september
1972. Var um þetta alger samstaða milli stjórnmála-
°kkanna. Þessi ákvörðun olli nokkurri óánægju
(97)
7