Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 120
Fryst loðna 47,7 ( 9,3)
Ullarteppi 45,5 ( 20,9)
Karfamjöl 42,9 ( 36,3)
Ostur 42,5 ( 27,9)
Ýmsar landbúnaðarvörur 36,6 ( 19,5)
Lifandi hross 30,6 ( 14,0)
Mjólkurduft 26,1 ( 15,4)
Ullarlopi og ullarband . 26,0 ( 31,8)
Kaldhreinsað þorskalýsi 24,6 ( 25,4)
Hvalmjöl 24,3 ( 23,8)
Gömul skip 21,5 ( 18,0)
Frímerki 20,2 ( 27,8)
Kjötkraftur (hvalafurð) 17,7 ( 0 )
Ull 17,4 ( 21,5)
Karfalýsi 14,4 ( 5,3)
Vegna óvissu á peningamörkuðum heims var tekin
upp ný gengisskráning 23. ágúst, en breytingar voru
ekki miklar. í desember voru miklar gengisbreyting-
ar erlendis. Hinn 21. desember var ákveðið, að gengi
íslenzku krónunnar skyldi haldast óbreytt gagnvart
Bandaríkjadollar. Islenzka krónan var lækkuð um
Hi/2% gagnvart vesturþýzku marki, en um 5—7%
gagnvart flestum öðrum Evrópumyntum. Var þá
þýzka markið skráð á 26,60 ísl. kr., sterlingspund
á 222,50 ísl. kr„ franski frankinn á 16,72 ísl. kr.,
danska krónan á 12,34 ísl. kr„ norska krónan á 13,01
ísl. kr. og sænska krónan á 18,02 ísl. kr. Ýmsar
eldri gerðir peningaseðla voru teknar úr umferð,
en teknir voru í umferð fimmþúsund króna seðlar.
Póstgíróstofa var opnuð í Reykjavík í maíbyrjun
og hafin samvinna póstgírós og bankagírós. Alþýðu-
bankinn tók til starfa 5. marz. Verðstöðvunin var
framlengd frá 1. september til ársloka. Söluskattur