Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 129
Geimannáll
eftir
Hjálmar Sveinsson verkfræðing
Inngangur.
Á árinu 1971 var samtals 145 gervitunglum skot-
ið á braut um jörðu, og er það svipuð tala og árið
aður. Af þessum 145 tunglum skutu Sovétmenn upp
96, Bandaríkjamenn 43, Japanir 2, Kínverjar 1,
Frakkar 1, ítalir 1, og Bretar 1. Var þetta í fyrsta
sinn að brezku gervitungli var skotið á braut með
brezkri burðarflaug, en brezkum gervitunglum hef-
áður verið skotið upp frá bandarískum skot-
stöðvum með bandarískum flaugum. ítalska gervi-
tunglinu var skotið á loft með flaug af bandarískri
Serð, en ítalskir vísinda- og tæknimenn önnuðust
skotið. Auk gervitungla, sem komið var á braut
Ulu jörðu, gerðist sú nýlunda, að bandarískt geim-
skip flutti eitt gervitungl á braut um tunglið.
Tvö bandarísk geimskip voru send til tunglsins
a árinu, og tvö sovézk á braut um jörðu. Einnig
sendu Sovétmenn upp fyrstu geimstöðina, sem kom-
13 hefur verið á braut um jörðu, og er hún undan-
I^ri stærri og fullkomnari geimstöðva, sem áform-
að er að koma upp á næstu árum og áratugum.
Sovétmenn sendu tvær flaugar til tunglsins á ár-
inu, og tvær sovézkar geimflaugar voru sendar til
(127)