Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 131
Fyrri útivist Shephards og Mitchells varði tæpar
5 klukkustundir og gekk samkvæmt áætlun. Komu
þeir fyrir ALSEP-vísindastöð af svipaðri gerð og
sett var upp á lendingarstað Apolló 12 í nóvember
1969 (sjá Almanak 1971). Þessi stöð var búin jarð-
skjálftamælum af tveimur gerðum, tvenns konar
rafamælum (jónamælum) og rafagnamæli ásamt
sendistöð og kjarnorkurafstöð. Notaði Mitchell sér-
staklega gerðan slaghamar, sem knúinn var með
litlum púðurskotum, til að senda höggbylgjur um
efstu lög yfirborðsins til annars jarðskjálftamæl-
isins. Fengu vísindamenn þannig mynd af þykkt
og þéttleika yfirborðslaga á svæðinu. Þá komu
geimfararnir fyrir leysispegli til nákvæmra fjar-
lægðarmælinga frá jörðu líkt og í fyrri tunglferð-
um. Einnig söfnuðu þeir um 22 kg af yfirborðs-
sýnum og tóku fjölda ljósmynda.
Síðari útivist þeirra félaga daginn eftir varð þeim
meiri þrekraun en vænzt hafði verið. Um 1 km frá
tunglferjunni var gígur, sem talið var að myndazt
hefði við fall loftsteins. Álitið var, að í börmum
gígsins mætti finna mjög gamalt berg úr iðrum
tunglsins. Þeim félögum hafði verið ætlað að ganga
að þessum gíg og klífa brún hans, en yfirborðið
reyndist mjög laust og stórgrýtt, og enda þótt
tunglfararnir hefðu lítinn handvagn meðferðis, er
létti þeim byrði, sóttist ferðin seint. Urðu þeir að
þræða fyrir gíga og stór björg, og tók þreyta mjög
að sækja á þá. Var þeim loks skipað að snúa frá
þegar þeir áttu eftir 50 metra að gígbarminum.
Tóku þeir þá yfirborðssýni þar sem þeir voru komn-
ir og héldu síðan til baka. Á niðurleið söfnuðu þeir
sýnum og tóku myndir þegar ástæða þótti til. í
þessari útivist, sem stóð í rösklega 4*4 klukkustund,
(129)
9