Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Side 136
reyndi á flesta vöðva skrokks og fótleggja við að
halda líkamanum uppréttum.
Geimflug Soyuz—Salyut samstæðunnar var
lengsta mannaða geimflugið til þess tíma. Stóð flug-
ið í nær 24 sólarhringa, og hnekktu geimfararnir
þar með fyrra meti geimfaranna í Soyuz 9 (sjá Al-
manak 1972). Að kveldi 29. júní skildu geimfar-
arnir Soyuz 11 frá Salyut 1, og skömmu síðar hófst
innflug stjórnfarsins í gufuhvolfið. Þá vildi svo
slysalega til, að loftleki komst að framhlera stjórn-
farsins hálftíma fyrir lendingu, með þeim afleiðing-
um, að geimfararnir þrír létu lífið af völdum súr-
efnisskorts. Þegar menn komu að stjórnfarinu eftir
lendingu var ekkert lífsmark með þeim félögum.
Þetta var annað slysið í Soyuz-geimskipi (sbr. Al-
manak 1969) og leiddi það til þess, að Sovétmenn
frestuðu mönnuðum geimferðum það sem eftir var
ársins.
Geimstöðin Salyut 1 var áfram á braut um jörðu
í nokkra mánuði, og var braut hennar hækkuð
nokkrum sinnum til þess að geimstöðin félli ekki
til jarðar vegna loftviðnáms. Hinn 11. október var
loks kveikt á hemlaflaugum stöðvarinnar, sem þá
var yfir Kyrrahafi, og brann hún upp í gufuhvolf-
inu eftir nær 6 mánaða dvöl á braut.
Tunglferð Apolló 15, sem var hin lengsta og um-
fangsmesta til þess tíma, hófst frá Kennedyhöfða
26. júlí. Var tveim geimfaranna, þeim David Scott
og James Irwin, ætlað að lenda tunglferjunni við
barm Hadley-gjárinnar miklu, sem er í jaðri Regn-
hafsins (Mare Imbrium), skammt frá rótum Apenn-
inafjallgarðsins. Var það erfiðasti lendingarstað-
urinn, sem tunglferju hafði verið valinn til þessa.
Þriðja geimfaranum, Alfred Worden, var falið að
(134)