Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 137
annast rannsóknartæki móðurskipsins á braut um
tunglið.
Apolló-móðurskipið og tunglferjan voru mun bet-
ur búin tækjum en fyrri Apolló-skip. í hólfi á hlið
birgðafarsins var nú komið fyrir tveim mjög full-
komnum myndavélum, einni til nákvæmnismynda-
töku og annarri, sem átti að taka yfirlitsmyndir
vegna kortlagningar. Auk þess voru þar fjórar teg-
undir litrófsmæla til að kanna sólgeislun, geim-
geisla, efnasamsetningu tunglyfirborðs og eðli
geimsins í grennd við tunglið. Þá hafði birgðafarið
innanborðs lítið 35 kg gervitungl, sem fyrirhugað
var að skilja eftir á braut um tunglið. Bætt hafði
verið við súrefnis-, vetnis- og helínforða birgða-
farsins svo að nægði til 14 daga geimferðar í stað
12 áður.
Birgðir tunglferjunnar höfðu og verið auknar
svo að tunglfararnir gætu nú dvalið allt að 3 sólar-
hringa á tunglinu í stað IV2 áður. Einnig hafði burð-
argeta ferjunnar verið aukin, svo að mun fleiri vís-
indatæki voru nú innanborðs. Var nú meðferðis í
fyrsta sinn lítill tunglbíll, sem geymdur var saman-
brotinn í sérstöku hólfi á hlið tunglferjunnar. Far-
artæki þetta er sannkölluð dvergasmíði, og þannig
gengið frá að einn geimfari getur tekið það út,
rétt úr því og gert ökufært á mjög stuttum tíma.
Fjögur hjól eru á bílnum, og hvert hjól knúið af
eigin rafvél, en driforka fæst frá tveim nikul-
kadmín rafhlöðum, sem nægja til 40 km aksturs.
Framhjól og afturhjól hafa sjálfstæða stýringu, svo
að aka má út á hlið ef með þarf. Ætti að vera aug-
ljóst, hve mjög slíkt farartæki eykur ferðahæfni
geimfara um tunglið og léttir þeim rannsóknarstörf.
Apolló 15 samstæðan var hin þyngsta, sem skot-
(135)