Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 157
3 risaflaugar eru notaðar til að koma þessum nýju
tunglum á braut.
Hinn 5. maí flutti Titan 3C risaflaug 820 kg við-
vörunartungl á staðbraut yfir Indlandshafi, þar sem
það getur fylgzt með eldflaugaskotum frá Sovét-
ríkjunum og Kína. Þetta tungl er búið sjónvarps-
myndavélum og ljósnemum fyrir innrautt ljós, sem
gera kleift að finna eldflaugar um leið og kveikt
er á goshreyflum þeirra á skotpalli og fylgjast með
ferðum þeirra upp úr gufuhvolfi jarðar. Tungl þetta
er hið fyrsta í kerfi viðvörunartungla, sem endan-
lega mun leysa af hólmi BMEWS-flugskeytaviðvör-
unarstöðvarnar í Alaska, Thule á Grænlandi og í
Englandi.
Þá skutu Bandaríkjamenn þrem fjarskiptatungl-
um til hernota á staðbraut í 36 000 km hæð. Hið
fyrsta þeirra var Nato 2, sem sent var upp með Thor-
Agena flaug frá Kennedyhöfða 3. febrúar. Er það
svipað að gerð og Nato 1, sem skotið var upp árið
áður (sjá Almanak 1972) og er ætlað að vera til
vara ef Nato 1 bilar.
Hinn 3. nóvember flutti svo Titan 3C risaflaug
tvo nýja fjarskiptahnetti fyrir bandarísku herina
á staðbraut yfir Bandaríkjunum. Eru þessi gervi-
tungl hin fyrstu í nýju kerfi, DSCS 2, sem leysa
mun af hólmi DSCS 1 (Defense Satellite Communi-
cations System) kerfið, sem komið var upp á ár-
unum 1966—67 (sjá Almanak 1969). DSCS 2 fjar-
skiptahnettirnir eru mjög svipaðir Intelsat 4 fjar-
skiptatunglunum, sem áður var getið.
Af sovézku hertunglunum, sem skotið var upp á
árinu, virðast 28 hafa verið ljósmyndanjósnatungl
(Kosmos 390, 392, 396, 399, U01, U03, b06, ÍIO, U20,
U21t, U27, U28, U29, U30, USl, U32, U38, U39, UUl, UU2,
(155)