Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Side 161
stærri til að sjá en tunglið myndi vera í sterkum
handsjónauka (15 X).
Ein meðfylgjandi mynda sýnir teikningu sem
gríski stjörnufræðingurinn Focas gerði af yfirborði
Mars árið 1958. Focas notaði stóran stjörnusjón-
auka við beztu skilyrði og mun nærri láta, að teikn-
ingin sýni fínustu drætti, sem unnt er að greina
með sjónauka á jörðu niðri. Öll helztu kennileiti,
sem fram koma á slíkum teikningum, hafa hlotið
sérstök nöfn, venjulega latnesk, þótt lítið væri vit-
að, hvers eðlis þau væru.
Á seinni árum hafa ljósmyndir talsvert verið not-
aðar við að kortleggja Mars, en sú aðferð nær þó
fremur skammt vegna ókyrrðar í andrúmslofti jarð-
ar. Beinar athuganir hafa gefizt betur, því að athug-
unarmenn geta notfært sér þau augnablik, þegar
engin tíbrá er og Mars sést skýrt í sjónaukanum.
Til myndatöku með sjónauka þarf lengri tíma, og
verður myndin þá óskýrari.
Árið 1965 náðust fyrstu skýru myndirnar af yfir-
borði Mars. Þær myndir voru teknar úr geim-
flauginni Mariner 4, meðan hún sveif framhjá reiki-
stjörnunni. Myndirnar sýndu gíga, sem við fyrstu
sýn voru áþekkir gígunum á yfirborði tunglsins
(sjá Almanak 1967, bls. 99). Fleiri myndir og betri
fengust frá flaugunum Mariner 6 og 7, sem fóru
framhjá Mars árið 1969 (sjá Almanak 1971, bls.
138—141). Þessar myndir komast þó ekki í hálf-
kvisti við þær myndir, sem borizt hafa frá Mariner
9, enda sá munur á, að Mariner 9 var komið á fasta
braut um Mars til stöðugrar myndatöku.
Sem stendur er hópur vísindamanna önnum kaf-
inn við að vinna úr myndunum og túlka þær. Lítið
hefur enn verið birt af niðurstöðum, vegna sam-
(159)