Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 168
Hafi vatn valdið ýmsum veðrunareinkennum á
Mars verður spurningin sú, hvað orðið hafi um vatn-
ið. Á yfirborðinu er það ekki lengur, og ekki held-
ur í lofthjúpnum, svo að nokkru nemi. Sumir gizka
á, að það sé bundið sem ís undir yfirborði reiki-
stjörnunnar. Aðrir benda á hinar víðáttumiklu,
hvítu pólhettur á Mars, en þær virðast mjög þunn-
ar og efnislitlar og ólíklegt að þær geymi verulegt
magn af vatnsís. Sem stendur virðist flest benda
til þess, að þar sé um koldíoxíð (kolsýrusnjó) að
ræða að langmestu leyti, enda er koldíoxíð aðalefnið
í gufuhvolfi Mars. Samkvæmt geislamælingum Mar-
iners 9 reyndist hitastigið á syðri pólhettunni um
—130°C eða þar um bil, og þykir það styðja kenn-
inguna um koldíoxíð. Þegar nær dregur miðbaug á
Mars kemst hitastigið upp í 15°C eða jafnvel hærra
um hádaginn. Athygli vekur, að verulegur hitamun-
ur er sums staðar á samliggjandi svæðum. Þannig
fann Mariner 9 svæði sólarmegin, sem var um 8°
heitara en umhverfið, og Mars 3 fann svæði á næt-
urhliðinni, sem var 25° heitara en umhverfið. Kann
þetta að stafa af misdökku yfirborði og mismun-
andi tæru gufuhvolfi. Með geislamælingum á 3,5 cm
bylgjulengd mældi Mars 3 hitastigið undir yfir-
borði reikistjörnunnar á 0,5 m dýpi eða svo, og
reyndist það nokkuð stöðugt yfir sólarhringinn, frá
—40° til —50° þar sem mælt var. Þykir þetta benda
til þess, að hitaleiðni yfirborðsins sé lítil.
Þótt ekki sé mikið um ský á Mars, sýna sumar
myndirnar frá Mariner 9 greinilegar skýjabreiður
með reglubundnum gárum (sjá mynd).
Yfir suðurskautssvæði Mars hefur mælzt dálítið
af vatnsgufu í gufuhvolfinu. Samsvarar vatnsmagnið
fáeinum míkrómetrum jafnfallinnar úrkomu. Eng-
(166)