Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 173
í tíma tekið
eftir John Wyndham
Þorsteinn Sæmundsson þýddi
Það var heitt í sólinni skjólmegin við húsið. Frú
Dolderson, sem sat rétt innan við opnar glugga-
dymar, færði stólinn sinn um set, til þess að hún
gæti verið með höfuðið áfram í skugganum, en þó
notið sólarhitans. Svo hallaði hún sér aftur á bak
á stólpúðann og horfði út um dyrnar.
Sjónarsviðið sem við henni blasti var óbreytan-
legt, að henni fannst, óháð tímans rás. Handan við
sléttan grasflötinn stóð sedrusviðartréð, eins og það
hafði alltaf staðið. Láréttar greinar þess teygðu
sig líklega öllu lengra nú en þegar hún var barn;
hún gerði ráð fyrir, að svo hlyti að vera, en það var
erfitt að segja um slíkt með vissu. Tréð hafði virzt
gríðarstórt í þá daga, og það sýndist ennþá vera
fjarskalega stórt. Lengra frá var limgirðingin, jafn
snyrtileg og hún hafði alltaf verið.
Sitt hvorum megin við hliðið út að kjarrinu gat
enn að líta líkingu tveggja fugla í tilklipptu lim-
gerðinu; það var gaman, að þeir skyldu vera þarna
ennþá, þó svo að stélfjaðrir annars fuglsins væru
orðnar dálítið kvistóttar með aldrinum. Blómabeð-
ið til vinstri, framan við trjálundinn, var litskrúð-
ugt sem fyrr — jafnvel enn litskrúðugra; það var
(171)