Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Side 176
aði hún, þótt gamalt fólk yrði fastheldið á gamla
gripi, héldi traustahaldi í þessa tengiliði við heim
sem það þekkti og skildi.
Harold var indæll drengur, og hans vegna gerði
hún sitt bezta til að sýnast ekki allt of heimsk, en
oft var það erfitt. Við hádegisverðinn í dag hafði
hann til dæmis verið í svo miklu uppnámi út af
einhverri tilraun sem fyrirhuguð var síðdegis. Hann
hafði ekki getað stillt sig um að segja henni frá
tilrauninni, þótt honum hlyti að hafa verið ljóst,
að hún skildi varla stakt orð af því sem hann var
að segja.
Þetta snerist eitthvað um víddir, svo mikið hafði
henni skilizt, en hún hafði látið sér nægja að kinka
kolli og ekki reynt að kafa dýpra í málið. Síðast
þegar þetta efni hafði borið á góma, hafði hún látið
þess getið, að í hennar ungdæmi hefðu víddirnar
aðeins verið þrjár, og að hún fengi ekki séð, hvernig
þær gætu verið orðnar fleiri nú, hvað sem öllum
framförum liði.
Þetta hafði orðið til þess að hann hélt heilan
fyrirlestur um heimsmynd stærðfræðinganna, en
samkvæmt henni mátti, að því er virtist, greina
tilvist fjölmargra vídda. Jafnvel hin líðandi stund
var víst eins konar vídd í afstöðu sinni til tímans.
Harold hafði farið að útskýra þetta heimspekilega,
en þá hafði hún strax tapað þræðinum í því sem
hann var að segja. Hugmyndir hans leiddu beint
út í öngþveiti. Með sjálfri sér var hún viss um, að
í hennar ungdæmi hefðu heimspeki, stærðfræði og
háspeki verið fullkomlega aðskildar fræðigreinar,
en nú á dögum virtust þær vera runnar saman í
óskiljanlegan hrærigraut.
(174)