Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Side 177
í dag hafði hún þess vegna hlustað möglunar-
laust og reynt að uppörva hann til að halda áfram,
þangað til hann hafði loksins brosað vandræðalega
og sagt, að hún væri indæl að sýna sér þessa þol-
inmæði. Svo hafði hann komið til hennar þar sem
hún sat hinum megin við borðið, kysst hana blíð-
lega á vangann og þrýst hönd hennar um leið, og
hún hafði óskað honum góðs gengis við þessa dul-
arfullu tilraun, sem fram átti að fara seinna um
daginn. Síðan hafði Jenný komið til að taka af
borðinu og ýta stólnum hennar nær gluggadyrun-
um ...
Sídegishitinn hafði svæfandi áhrif á hana; eins
og í draumi rifjaðist upp fyrir henni annar dagur,
alveg eins og þessi, fyrir fimmtíu árum. Þá hafði
hún setið við þessar sömu dyr — að vísu ekki í hjóla-
stól, slík hugmynd hefði verið henni fjarri í þá
daga — og beðið eftir Arthúr. Hún hafði beðið eftir
Arthúr með sársauka í hjarta, en Arthúr hafði
aldrei látið sjá sig.
Einkennilegt var það, hvernig atvikin gátu skip-
azt. Ef Arthúr hefði komið þennan dag, mátti heita
fullvíst, að hún hefði gifzt honum. Og þá hefðu
Harold og Cynthía aldrei fæðzt. Auðvitað hefði hún
eignazt börn, en þau börn hefðu ekki verið Harold
og Cynthía.
En hvað tilveran var furðuleg og tilviljanakennd.
Með því einu að segja „nei“ við einn mann og „já“
við annan, gat kona ef til vill valdið því, að heim-
inum fæddist erkibiskup, — eða morðingi. Skelf-
ingar einfeldningar voru menn nú á dögum, sem
héldu að hægt væri að koma reiðu á alla hluti, koma
lífi hvers manns í öruggan farveg, þegar vitað var,
(175)