Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 186
er allt í lagi,“ sagði hún, eins og við lítið barn. „Þetta
er allt í lagi, Arthúr.“
Hún fann, hvernig andleg spenna hans jókst,
eftir því sem hávaðinn varð meiri. Hávaðavaldur-
inn fór beint yfir húsið í minna en þrjú hundruð
metra hæð. Það hvein ærandi í þotuhreyflunum og
loftið í kjölfarinu ólgaði í iðukasti, sem smám sam-
an kyrrðist á ný. Arthúr sá ferlíkið og horfði á það
hverfa úr augsýn. Þegar hann sneri sér aftur að
frú Dolderson var ásýnd hans föl og óttaslegin. Með
óeðlilegri röddu spurði hann: „Hvað — hvað var
þetta?“
Hún svaraði honum af hægð, eins og hún vildi
neyða hann til að láta sefast. „Þetta var bara flug-
vél, Arthúr. Þær eru svo andstyggilega háværar.“
Hann horfði í áttina þangað sem vélin hafði horf-
ið og hristi höfuðið.
„En ég hef bæði séð flugvél og heyrt í henni. Þær
eru alls ekki svona. Hljóðið er líkt og í mótor-
hjóli, einungis hærra. Þetta er svo hræðilegt. Ég
skil þetta ekki — ég skil ekki, hvað hefur komið
fyrir.“ Rödd hans var aumkunarverð.
Frú Dolderson ætlaði að fara að svara, en stað-
næmdist við hugsun sína, hún mundi skyndilega
eftir Harold, hún minntist þess sem hann hafði
sagt um víddirnar, um flutning þeirra til og frá,
og hvernig hann hafði talað um tímann eins og
hverja aðra vídd.
Allt í einu var eins og hún öðlaðist nýtt innsæi
og skilning — nei, skilningur var of sterkt orð.
Hún skildi tæplega það sem gerzt hafði, öllu frem-
ur skynjaði hún það. En nú, þegar hún hafði áttað
sig, var hún í vanda stödd. Hún horfði aftur á unga
manninn. Hann var eins og festur upp á þráð og
(184)