Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 190
hann sat álútur og titrandi. Hún rétti út granna,
æðabera höndina og strauk ljósa hárið hans mjúk-
lega.
Með hægri hendinni fann hún bjölluna á borðinu
til hliðar. Hún þrýsti á hnappinn og sleppti fingr-
inum ekki af honum.
Hún varð vör við hreyfingu og opnaði augun.
Rökkur var í herberginu, en grindatjaldið fyrir
glugganum hleypti þó í gegn nægilega mikilli birtu
til þess að hún gat séð Harold, þar sem hann stóð við
rúmið hennar.
„Ég ætlaði ekki að vekja þig, mamma,“ sagði
hann.
„Þú vaktir mig ekki, Harold. Mig var að dreyma,
en ég var samt ekki sofandi. Seztu niður elskan.
Mig langar að tala við þig.“
„Þú mátt ekki þreyta þig, mamma. Þér hefur
slegið dálítið niður, eins og þú veizt.“
„Það er sjálfsagt rétt, en ég þreytist meira á
því að brjóta heilann um hlutina, heldur en að vita
vissu mína. Ég skal ekki tefja þig lengi.“
„Allt í lagi, mamraa." Hann færði stól að rúmi
hennar, settist niður og tók í hönd hennar. Hún
virti fyrir sér andlit hans í rökkrinu.
„Það varst þú, sem gerðir þetta, Harold, var það
ekki? Það var þessi tilraun þín sem flutti vesalings
Arthúr hingað?“
„Þetta var óhapp, mamma.“
„Segðu mér allt af létta.“
„Við vorum að prófa þetta. Aðeins undirbúnings-
tilraun. Við vissum, að þetta var fræðilega mögu-
legt. Við höfðum sýnt fram á, að ef við gætum —
æ, það er svo erfitt að útskýra þetta með orðum
(188)