Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 192
Hún sneri höfðinu til á koddanum.
„Nei,“ samsinnti hún. „Þið gátuð ekki séð það
fyrir. En hvað svo?“
„Nú, í rauninni vissum við ekkert fyrr en Jenný
svaraði bjöllunni hjá þér og fann þig í yfirliði og
svo þennan náunga, Arthúr, alveg niðurbrotinn.
Jenný sendi eftir mér.
Ein af stúlkunum hjálpaði til við að koma þér
í rúmið. Dr. Sole kom og leit á þig. Svo gaf hann
þessum Arthúr einhvers konar róandi sprautu. Hann
hafði fulla þörf fyrir hana, aumingja maðurinn;
þetta var nú meiri andstyggðar ákoman fyrir mann,
sem ætlaði að fara að leika tennis við sína útvöldu
og átti sér einskis ills von.
Þegar hann hafði sefazt lítið eitt, sagði hann
okkur hver hann væri og hvaðan hann væri kom-
inn. Hugsaðu þér annað eins! Lifandi sönnunar-
gagn, svona fyrir algjöra tilviljun, og það í fyrstu
atrennu.
En það eina, sem hann hafði áhuga á, vesalings
maðurinn, var að komast aftur til baka eins fljótt
og auðið væri. Hann var alveg örvinglaður — ástand-
ið var mjög svo átakanlegt. Dr. Sole vildi helzt
svæfa hann til þess að koma í veg fyrir að hann
færi alveg yfirum. Það leit líka helzt út fyrir, að
svo myndi fara — og litlar horfur á því, að hann
yrði neitt skárri, þegar hann rankaði við sér aftur
eftir svæfinguna.
Við vissum ekki, hvort við gætum sent hann til
baka. Flutningur fram á við er kannski á vissan
hátt eins og óendanleg hröðun á náttúrlegri fram-
rás tímans, en flutningur aftur á bak er hugmynd
sem felur í sér alls konar óþægilega möguleika, ef
maður fer að velta málinu fyrir sér. Við ræddum
(190)