Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 193
þetta fram og aftur um stund, en svo var það dr.
Sole, sem tók af skarið.
Hann sagði, að náunginn ætti heimtingu á því,
að tilraunin væri gerð, ef sæmilegar líkur væru til
þess, að hún heppnaðist. Einnig væri það skylda
okkar að bæta fyrir það sem við hefðum gert á
hluta mannsins með því að reyna að koma öllu í
samt lag. Þar við bættist svo, að ef við gerðum
ekki tilraunina, myndum við áreiðanlega þurfa að
útskýra fyrir einhverjum, hvað við værum að gera
hér með blaðrandi vitfirring, sem væri afvega um
fimmtíu ár, ef svo mætti segja.
Við reyndum að útskýra fyrir Arthúr þessum,
að við gætum ekki verið vissir um, að þetta myndi
hrífa aftur á bak. Við bentum honum líka á, að
fjögurra daga skekkjan hefði sýnt, að fullrar ná-
kvæmni væri ekki að vænta, jafnvel þótt allt gengi
eins vel og hægt væri að ætlast til. Ég held ekki
að hann hafi raunverulega skilið hvað við vorum
að fara. Vesalings maðurinn var í aumkunarverðu
ástandi; eina ósk hans var sú, að fá tækifæri til að
komast í burtu héðan — bara einhvers konar út-
gönguleið. Annað komst hreinlega ekki að hjá hon-
um.
Loks ákváðum við að taka áhættuna. Ef svo færi,
að þetta reyndist ókleift, myndi hann — ja, annað
hvort myndi þá ekkert gerast, eða eitthvað það,
sem hann myndi ekkert af vita.
Sveigjuvakinn var ennþá í sömu stillingu. Við
settum einn mann til að stjórna tækinu, fórum svo
með þennan Arthúr aftur út á stíginn utan við
gluggann þinn og sögðum honum að standa þar.
„Gakktu nú áfram,“ sögðum við við hann, „al-
veg eins og þú gekkst, þegar þetta kom fyrir.“ Svo
(191)