Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 195
Harold horfði á hana og reyndi að átta sig á því,
hvað hún væri að fara. Svo ákvað hann að spyrja:
„En segðu mér, hvað kemur þér til að halda að
okkur hafi heppnazt að flytja hann til baka,
mamma ?“
„Ég veit að ykkur tókst það, elskan. í fyrsta lagi
man ég mjög vel eftir þeim degi, þegar ég las það í
blaði, að Arthúr Waring Batley herforingi hefði
hlotið heiðursmerkið D.S.O., einhvern tíma í nóv-
ember 1915 minnir mig að það hafi verið. Og í öðru
lagi var ég rétt í þessu að fá bréf frá systur þinni.“
„Frá Cynthíu? Hvað kemur hún þessu máli við?“
„Hana langar til að heimsækja okkur. Hún er
að hugsa um að giftast aftur og hún vill gjarna
sýna okkur unga manninn — jæja, hann er nú
kannski ekki svo sérlega ungur.“
„Það er allt í bezta lagi, en ég skil ekki —“
„Hún heldur að þú munir hafa áhuga á að hitta
hann. Hann er eðlisfræðingur.“
„En —“
Frú Dolderson lét ekki trufla sig. Hún hélt áfram.
„Cynthía segir mér í bréfinu, að hann heiti Bat-
ley og sé sonur ofursta að nafni Arthúr Waring
Batley, D.S.O., frá Naíróbí í Kenya.“
„Þú átt við, að hann sé sonur ... ?“
„Svo er að sjá, góði minn. Einkennilegt, ekki
satt?“ Hún varð hugsi andartak, en bætti svo við:
„Ég verð að segja, að ef það er satt, að allt standi
skrifað í örlaganna bók, er engu líkara en að letrið
sé sums staðar undarlega skrumskælt, eða hvað
finnst þér?“
(193)
13