Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 197
illinn væri bilaður, og myndi komunni til Montreal
seinka um klukkustund af þeim sökum. Nokkru síðar
bilar annar hreyfill, og er þá tilkynnt, að vélinni muni
seinka enn um tvo tíma. Loks bilar þriðji hreyfillinn,
og er farþegum þá tilkynnt um tveggja tíma seinkun
í viðbót. Þá segir annar Nýfundlendingurinn við hinn:
„Ef þessi síðasti hreyfill bilar nú líka, verðum við hér
uppi í allan dag.“
Kerling ein á Nýfundnalandi segir við vinkonu sína:
„Ég var að frétta, að hún Jeanie hefði átt barn í gær,
og nú ætla ég að láta þig geta upp á því, hvað hún
átti.“ Vinkonan hugsar sig um drjúga stund, en segir
síðan: „Það hefur verið drengur.“ Kerling segir: „Nei,
gettu aftur.“ Vinkonan hugsar sig enn um, og segir svo:
„Það hefur verið stúlka." Þá segir kerlingin: „Nú já,
einhver hefur þá verið búinn að segja þér frá því.“
Nýfundlendingur og náungi frá Cape Breton voru
að smíða hús. Það fylgir sögunni, að þeir Bretonbúar
þyki ekki stíga í vitið fremur en Nýfundlendingar,
nema síður sé. Einn daginn, þegar þeir eru að vinna
við annan gaflinn á húsinu, tekur Bretonbúinn eftir
því, að Nýfundlendingurinn er sífellt að fleygja frá
sér nöglum. Bretonbúinn spyr, hvers vegna hann sé að
þessu. Nýfundlendingurinn svarar: „Jú, sjáðu til, haus-
inn á þessum nöglum var öfugu megin.“ Þá segir Bret-
onbúinn: „Mikið flón geturðu verið, við hefðum getað
notað þá í hinn gaflinn."
(195)