Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 114
Iðnaður
Stóriðjufyrirtækin voru rekin með halla þetta ár, enda
lágt verð á afurðum þeirra á heimsmarkaði.
Tapið á rekstri Islenzka álfélagsins nam um 645 millj-
ónum króna, sem að vísu er meira en helmingi minna en
árið áður. Framleiðslumagn var 89.000 tonn og meðalsölu-
verð var um 1.280 dalir á tonn. Hinn 14. júlí var lokað síð-
asta kerinu í kerskála fyrirtækisins í Straumsvík. Framvegis
verða notaðar svonefndar felliþekjur.
íslenzka járnblendifélagið tapaði 567 milljónum á árinu,
en hafði tapað 487 árið áður. Framleiðsla var í lágmarki,
og var 38 starfsmönnum á Grundartanga sagt upp í októ-
ber. Ríkisstjórnin veitti fyrirtækinu 50 milljón króna fyrir-
greiðslu í nóvember. Talið var, að 800 milljónir þyrfti til
þess að koma rekstri í gott lag.
Umræður um nýtt stóriðjuver lágu að mestu niðri á ár-
inu. Bandaríska fyrirtækið Kaiser Aluminium sýndi þó
áhuga á álveri á íslandi og fór forsætisráðherra til fundar
við forstjóra þess í september.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson keypti í byrjun september
framleiðslurétt Gosan hf. á gosdrykkjum, þ.á m. Pepsi
Cola og Seven up.
Útflutningur á helztu tegundum (meira en 100 millj.) af
iðnvarningi 1992 í milljónum króna (í svigum tölur frá
1991):
Á1 og álmelmi 8.053,8 (8.076,2)
Kísiljárn 1.656,3 (1.764,5)
Lagmeti (fiskmeti) 1.399,2 (1.339,5)
Loðsútuð skinn og húðir 792,9 (832,0)
Kísilgúr 390,9 (420,3)
Prjónavörur úr ull 330,9 (564,7)
Álpönnur 323,6 (286,3)
Rafeindavogir 258,8 (258,9)
Óáfengir drykkir 198,0 (177,4)
Vélar til fiskverkunar 170,8 (187,4)
(112)