Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 181
fara að lögum og halda áfram útgáfustarfsemi Menningar-
sjóðs. Forysta Alþýðuflokks vildi hins vegar fara að vilja
menntamálaráðherra í þessu efni og valdi nýjan aðalfull-
trúa, Hlín Daníelsdóttur. Hún var tilbúin til þess að leggja
bókaútgáfuna niður. Ekki reyndist þó unnt að kjósa nýjan
formann Menntamálaráðs, þar sem sitjandi formaður,
Helga Kress, neitaði að taka málið á dagskrá. Hinn 1. júlí
skipaði fjármálaráðherra tilsjónarmann með útgáfunni,
Snævar Guðmundsson, og lauk hann við að selja bókalager
og útgáfuréttindi í september. Aðalkaupandi var Mál og
menning, sem fékk útgáfurétt og lager af Orðabók Menn-
ingarsjóðs auk 17 annarra bóka fyrir 25,5 milljónir króna.
Svo fór, að Bókaútgáfa Menningarsjóðs átti fyrir skuldum
og vel það, því að afgangur varð upp á tvo tugi milljóna.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins eins og
hún hét fullu nafni hafði starfað frá árinu 1940. Hún hafði
gefið út fjölda merkisrita, vísindarit, ljóðasöfn, leikrit og
þýdd úrvalsrit heimsbókmennta. Síðasti framkvæmdastjóri
hennar var Einar Laxness.
Brugg. Upp komst um allmarga bruggara á árinu. Þeir
umsvifamestu höfðu eimað úr meira en 2.000 lítrum og
fengið um 500 lítra af 40% landa. Gangverð á landa var
talið um 1.300 kr. lítrinn. - Á árinu dróst sala á áfengi sam-
an hjá ÁTVR um 6,27% talið í lítrum og um 6,92% talið í
alkóhóllítrum.
Dómstólakerfið. Hinn 1. júlí gekk í gildi nýtt kerfi dóm-
stóla í héraði, þar sem algerlega er skilið á milli dómsvalds
°g umboðsvalds. Má telja, að með því séu síðustu leifar
einveldiskerfis fyrri alda úr sögunni. Nú fara 8 héraðsdóm-
stólar með dómsvaldið og sitja í þeim 1-20 héraðsdómarar,
flestir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar sem héraðsdómarar
eru fleiri en einn, stýrir dómstjóri starfi þeirra. Landinu er
skipt í 27 stjórnsýsluumdæmi og fer sýslumaður með um-
boðsvald í hverju þeirra.
Dýr villa. Tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson voru
sandblásin á rúður í ráðhúsi Reykjavíkur. Annað þeirra
var ljóðið Júnímorgunn og hafði þar misritast orðið gljó-
(179)