Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Blaðsíða 124
54. Karlalandsliðið varð í 7. sæti á opna Norðurlandamót-
inu.
Ólympíuleikarnir. Á vetrarólymíuleikunum í Albertville
í febrúar kepptu fimm íslendingar, Haukur Eiríksson og
Rögnvaldur Ingþórsson í göngu, Ásta Halldórsdóttir,
Kristinn Björnsson og Örnólfur Valdimarsson í Alpagrein-
um. Ásta varð 27. í svigi og 31. í stórsvigi, Kristinn varð 43.
í risasvigi og Örnólfur 44. í sömu grein. Hann varð síðan
51. í stórsvigi. Göngumennirnir urðu enn aftar, Rögnvald-
ur 69. í 30 km göngu og 59. í 10 km göngu. í síðarnefndu
greininni varð Haukur í 81. sæti.
Prettán íslenzkir íþróttamenn fóru til keppni í einstakl-
ingsgreinum á Ólympíuleikunum í Barcelona auk hand-
boltaliðs karla, sem fékk að vera með í stað Júgóslava.
Fjórir kepptu í frjálsum íþróttum, þrír í badminton, þrír í
júdó, tveir í sundi og einn í skotfimi. Leikarnir stóðu frá 25.
júlí til 9. ágúst.
Frjálsíþróttamennirnir náðu beztum árangri einstaklinga
og komust tveir þeirra í úrslitakeppnina, Sigurður Einars-
son í spjótkasti og Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti.
Sigurður varð í 5. sæti í úrslitum með 80,34 m og Vésteinn í
11. sæti með 60,06 m. Pétur Guðmundsson varð 14. í kúlu-
varpi með 19,15 m og Einar Vilhjálmsson 14. í spjótkasti
með 78,70 m. Ragnheiður Runólfsdóttir varð 19. í 100 m
bringusundi 1:12,14 og 27. í 200 m bringusundi. Helga Sig-
urðardóttir varð 42. í 50 m skriðsundi og 39. í 100 m skrið-
sundi. Bjarni Friðriksson, Freyr Gauti Sigmundsson og Sig-
urður Bergmann voru slegnir út í 1. umferð í júdó og sömu
sögu er að segja af Brodda Kristjánssyni og Elsu Nielsen í
badminton. í þeirri grein komst Árni Þór Hallgrímsson í 2.
umferð.
Carl J. Eiríksson varð í 50. og síðasta sæti í sínum flokki
í skotfimi. Hann var elzti keppandi á leikunum, 62 ára.
Handknattleiksliðið komst svo langt, að það keppti um
verðlaunasæti á leikunum, þriðja sætið við Frakka. Svo fór,
að Frakkar unnu 24-20 og urðu íslendingar því í 4. sæti. I
riðlakeppninni unnu íslendingar Ungverja og Suður-
(122)