Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 64
MYRKVAR 2005
Sólmyrkvar
1. Hringmyrkvi og almyrkvi á sólu 8. apríl. Sést á Kyrrahafi, syðst í
Mið-Ameríku og nyrst í Suður-Ameríku. Við upphaf og enda ferils-
ins verður hringmyrkvi, en miðsvæðis á ferlinum nær tunglið að
skyggja á sólina alla. Myrkvi af þessu tagi sást síðast árið 1987.
2. Hringmyrkvi á sólu 3. október. Hringmyrkvinn sést í belti sern liggur
yfir Portúgal, Spán og þvera Afríku, frá Alsír til Keníu. Á íslandi
sést deildarmyrkvi, en sól verður lágt á lofti, sérstaklega í byrjun
myrkvans. I Reykjavík hefst myrkvinn kl. 08 00, skömmu eftir sólar-
upprás. Sést þá örla í tunglið ofarlega hægra megin á sólkringlunni
(kl. 2, ef sólinni er Iíkt við klukkuskífu). Myrkvanum lýkur kl. 10 01.
Pegar myrkvinn er mestur, kl. 08 59, hylur lunglið 50% af þvermáli
sólar. Á Akureyri stendur myrkvinn frá 08 04 til 10 02. Þótt sól sé
þar ívið hærra á lofti en í Reykjavík, verður erfiðara að sjá byrjun
myrkvans vegna fjalla sem skyggja á.
Tunglmyrkvar
1. Hálfskuggamyrkvi á tungli 24. apríl. Sést ekki hér á landi.
2. Deildarmyrkvi á tungli 17. október. Sést ekki hér á landi.
Stjörnumyrkvar
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu séð.
Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls en kemur aftur í Ijós við
vesturröndina. Tunglið er um það bil klukkustund að færast breidd sína
til austurs miðað við stjörnurnar þannig að myrkvinn getur staðið svo
lengi. Að jafnaði sést fyrirbærið aðeins í sjónauka. Ef stjarnan er mjög
björt er hugsanlegt að myrkvinn sjáist að degi til.
I töflunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnumyrkva
sem sjást munu í Reykjavík á þessu ári. Tímasetning myrkvanna er til-
greind upp á tíunda hluta úr mínútu. Flestir þessara myrkva munu sjást
annars staðar á landinu, en munað getur nokkrum mínútum á tíman-
um. Nöfn stjarnanna eru ýmist dregin af latneskum heitum stjörnu-
merkja eða númeri í stjörnuskrá. Þannig merkir ,,p Taur“ stjörnuna Mí
(grískur bókstafur) í stjörnumerkinu Taurus (Nautið), og „114 Taur“
táknar stjörnu númer 114 í sama merki, en tala eins og „93874“ þar
sem stjörnumerki er ekki tilgreint, vísar til stjörnu með því númeri í
svonefndri Smithson-stjörnuskrá (Smitlisonian Astrophysical Observa-
tory Star Catalog, skammstafað SAO). Með birtu er átt við birtustig
stjörnunnar, sbr. bls. 59. í aftasta dálki er sýnt hvort stjarnan er að
hverfa (H) eða birtast (B) og hvar á tunglröndinni það gerist. Tölurnar
merkja gráður sem reiknast rangsælis frá norðurpunkti tunglkringl-
unnar.
(62)