Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 68
Janúar
I byrjun árs er Satúrnus eina reikistjarnan sem sést á kvöldin. Hann
kemur upp fyrir myrkur og er á lofti alla nóttina. Um miðjan mánuðinn
er hann í gagnstöðu við sól og þá í hásuðri um miðnættið, bjartari en
nokkur fastastjarna ef Síríus er frátalin. Salúrnus er í tvíburamerki.
Júpíter kemur upp um miðnæturskeið og er áberandi síðari hluta næt-
ur, mun bjartari en Satúrnus. Júpíter er í meyjarmerki. Venus og Mars
eru morgunstjörnur, en nálægt sól og mjög lágt á lofti. I byrjun mánað-
ar er Venus 3° yfir sjóndeildarhring í suðri við sólarupprás í Reykjavík,
en í mánaðarlok rís hún með sól.
Febrúar
Satúrnus er kvöldstjarna í tvíburamerki, hátt á austurhimni við
myrkur og er á lofli fram í birtingu. Hann er ámóta bjartur og björtustu
fastastjörnur. Júpíter, sem er mun bjartari, kemur ekki upp fyrr en
síðla kvölds og verður áberandi sem morgunstjarna. Júpíter er í meyj-
armerki. Mars er morgunstjarna, en svo lágt á lofti að hans gætir vart.
Mars
Satúrnus er enn kvöldstjarna, hátt á lofti á suðurhimni þegar dimmir
og er ekki sestur í birtingu. Hann er í tvíburamerki. Júpíter kemur ekki
upp fyrr en líða tekur á kvöld, en verður síðan bjartasta stjarnan á næt-
urhimninum. Hann er í meyjarmerki. Merkúríus er lengst í austur frá
sól um miðjan mánuðinn og sést þá sem kvöldstjarna ef vel er að gáð.
Frá 10. til 16. mars kemst hann 9° yfir sjónbaug í vestri við myrkur.
Apríl
Júpíter og Satúrnus eru á lofti allar stundir þegar dimmt er. Júpíter
er miklu bjartari. Hann kemst í gagnstöðu við sól í byrjun mánaðar og
er þá í hásuðri um miðnættið. Hann er í meyjarmerki. Satúrnus sést
best á kvöldin. Hann er í tvíburamerki og er á suðvesturhimni þegar
dimmt er orðið.
Maí
Júpíter og Satúrnus verða á lofti þær fáu stundir sem dimmt er í
mánuðinum. Júpíter er miklu bjartari og meira áberandi. Hann er í
suðri eða suðvestri þegar dimma tekur, en Satúrnus í vestri eða vest-
norðvestri. Venus er að koma fram undan sól og verður sýnileg lágt á
lofti í norðvestri rétt eftir sólsetur.
Júní-júlí
Vegna birtunnar er erfitt að greina reikistjörnur um hásumarið hér-
lendis, en það er ekki útilokað, sérstaklega ef sjónauki er notaður.
Bjartasta reikistjarnan, Venus, verður kvöldstjarna, lágt á lofti í norð-
vestri eftir sólarlag. Hæð hennar við sólarlag í Reykjavík er 6° í byrjun
júní, en fer síðan minnkandi og verður aðeins 2° í júlílok.
(66)