Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 70
Desember
Venus er skærasta stjarnan á kvöldhimninum, í suðri við sólarlag. í
fyrstu er hún afar lágt á lofti, en hækkar smám saman, og í árslok er
hún 8° yfir sjónbaug við sólsetur í Reykjavík. Mars er líka kvöldstjarna,
hátt á austurhimni þegar dimmt er orðið og sest fyrir birtingu. Þótt
birta hans fari dvínandi verður hann bjartari en fastastjörnurnar ef frá
er talin Síríus. Mars er í hrútsmerki og einkennist af rauðgula litnum.
Satúrnus kemur upp snemma kvölds og er kominn á vesturhimin í birt-
ingu. Hann er enn í krabbamerki. Júpíter kemur upp að morgni og er
bjartasta stjarnan fram í birtingu, en fremur lágt á lofti. Hann er í vog-
armerki. Merkúríus gengur lengst í vestur frá sói í mánuðinum og gæti
því sést sem morgunstjarna, en skiiyrði til þess eru ekki sérlega hag-
stæð. Frá 3.-13. desember kemst hann 5-6° yfir sjónbaug í suðaustri
eða suð-suðaustri í birtingu í Reykjavík. Birta hans fer vaxandi á því
tímabili.
Uranus er í vatnsberamerki allt árið. Hann er í gagnstöðu við sól í
byrjun september og er þá 17° yfir sjónbaug í hásuðri á miðnætti í
Reykjavík. Birtustig Uranusar er nálægt +5,8 svo að hann sést tæplega
með berum augum, en hann ætti að sjást í litlum handsjónauka.
Neptúnus er í steingeitarmerki, talsvert vestar en Úranus og lægra á
lofti. Birtustig Neptúnusar er nálægt +8 svo að hann sést aldrei án
sjónauka.
Plútó er í höggormsmerki, kringum 17' 30m í stjörnulengd og —15° í
stjörnubreidd, um 8° norðan við sólbraut (sbr. kortið á bls. 73). Birtu-
stig Plútós er um +14 svo að hann sést einungis í stjörnusjónauka.
ENDURTEKNINGAR í GÖNGU REIKISTJARNA
Pegar Venus skín sem skærast á himni kemur sumum á óvart hve
björt hún er og finnst jafnvel að þeir hafi aldrei fyrr séð svo bjarta
stjörnu. Fæstir gera sér grein fyrir því að Venus skartar reglulega á
sama stað á himni með átta ára millibili. Þetta geta menn séð ef þeir
eiga gömul almanök. Endurtekningin er svo nákvæm að varla skakkar
degi í göngu reikistjörnunnar. Sé horft til lengri tíma greinist önnur
sveifla sem tekur 243 ár.
Hvernig skyldi þessu vera háttað um aðrar reikistjörnur? Athugun á
göngu Merkúríusar leiðir í ljós endurtekningu eftir 13 ár og einnig eftir
33 og 46 ár. Síðastnefnda skeiðið (46 ár) gefur nákvæmasta samsvörun
því að þar munar aðeins broti úr degi. Reikistjarnan Mars „gengur aft-
ur“ nokkurn veginn á 15 ára fresti, en síðan með stigvaxandi nákvæmni
eftir 32 ár, 47 ár, 79 ár og 284 ár. Júpíter endurtekur göngu sína eftir 12
ár, en mun nákvæmari samsvörun fæst eftir 83 ár. Satúrnus fylgir 59 ára
sveiflu og Úranus 84 ára sveiflu.
(68)