Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 72
MYRKVASTJARNAN ALGOL
Meðfylgjandi tafla sýnir hvenær stjarnan Algol (p Persei) myrkvast á
árinu 2005. Birtubreytingin nemur um það bil einu birtustigi (frá
+2,1 til +3,4) og er stjarnan um 5 klst. að myrkvast og aðrar 5 klst.
að lýsast aftur. Tímarnir í töflunni eiga við hámyrkvann.
Dags. Kl. Dags. Kl. Dags. Kl. Dags. Kl.
JAN i. 07 37 MAR 2. 12 53 SEP 4. 21 50 NÓV 4. 02 52
— 4. 04 27 — 5. 09 42 — 7. 18 38 — 6. 23 41
— 7. 01 16 — 8. 06 31 — 10. 15 27 — 9. 20 30
— 9. 22 05 — 11. 03 21 — 13. 12 16 — 12. 17 19
— 12. 18 54 — 14. 00 10 — 16. 09 04 — 15. 14 08
— 15. 15 44 — 16. 20 59 — 19. 05 53 — 18. 10 57
— 18. 12 33 — 19. 17 48 — 22. 02 41 — 21. 07 46
— 21. 09 22 — 22. 14 38 — 24. 23 30 — 24. 04 35
— 24. 06 11 — 25. 11 27 — 27. 20 19 — 27. 01 24
— 27. 03 01 — 28. 08 16 — 30. 17 07 — 29. 22 13
— 29. 23 50 — 31. 05 05 OKT 3. 13 56 DES 2. 19 02
FEB 1. 20 39 APR 3. 01 55 — 6. 10 45 — 5. 15 51
— 4. 17 29 — 5. 22 44 — 9. 07 33 — 8. 12 40
— 7. 14 18 — 8. 19 33 — 12. 04 22 — 11. 09 29
— 10. 11 07 — 11. 16 22 — 15. 01 11 — 14. 06 18
— 13. 07 57 — 14. 13 11 — 17. 22 00 — 17. 03 07
— 16. 04 46 — 17. 10 00 — 20. 18 48 — 19. 23 56
— 19. 01 35 — 23. 15 37 — 22. 20 45
— 21. 22 25 ÁGÚ 27. 07 24 — 26. 12 26 — 25. 17 35
— 24. 19 14 — 30. 04 13 — 29. 09 15 — 28. 14 24
— 27. 16 03 SEP 2. 01 01 NÓV 1. 06 03 — 31. 11 13
STJÖRNUKORT
A stjörnukortum er staða hverrar stjörnu sýnd í stjörnubreidd, sem
reiknast í gráðum frá miðbaug himins til norðurs (+) eða suðurs (—),
og stjörnulengd, sem venjulega er talin í stundum og mínútum rangsæl-
is frá 01 upp í 24' talið frá baug sem liggur gegnum vorpunkt himins,
þar sem sólin er stödd um vorjafndægur. Pegar stjarna sem hefur
stjörnulengdina 5' er í hásuðri á einhverjum stað, er sagt að stjörnutími
staðarins sé 5 stundir. Ef gangur klukku er stilltur þannig að hún sýni
stjörnutíma, flýtir hún sér um tæpar 4 mínútur á dag miðað við venju-
lega klukku, en sýnir ávallt hvaða stjörnur eru í hágöngu.
Mánaðarnöfnin við jaðra kortanna á bls. 72-73 sýna hvenær ársins
viðkomandi stjörnur eru í suðri á miðnætti (lágnætti). Um miðjan
desember er stjörnumerkið Oríon í hásuðri um miðnæturskeið, svo að
dæmi sé tekið. Á einum mánuði flýtir stjörnuklukkan sér um tvær
stundir miðað við venjulega klukku. Áf því leiðir, að um miðjan janúar
er Óríon í hásuðri tveimur stundum fyrir miðnætti.
(70)