Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 92
RITUN TALNA, DAGSETNINGA OG TÍMASETNINGA
Samkvæmt alþjóðlegum staðli (ISO 31-0) skal aðeins rita kommur í
tugabrotstölum á einum stað: milli heilu tölunnar og brotsins. Til að
auðvelda lestur hárra talna er æskilegt að aðgreina tölustafina með bil-
um, þrjá og þrjá saman, talið frá kommunni á báða vegu. Dæmi:
1352 527,163 8. í ensku er oftast notaður punktur í stað kommunnar.
Hvorki skal nota kommu né punkt í stað bilsins. Þessum staðli hefur
verið fylgt í almanakinu síðan 1970.
Samkvæmt öðrum alþjóðlegum staðli (ISO 8601) skal rita tímasetn-
ingar eins og hér er sýnt:
2130 eða 21:30 (21 stund og 30 mínútur).
213050 eða 21:30:50 (21 stund, 30 mínútur og 50 sekúndur).
Mínútur eða sekúndur má rita sem tugabrot. Dæmi:
2130,6 eða 21:30,6 (21 stund og 30,6 mínútur).
Samræmdur heimstími (UTC), sem jafngildir íslenskum tíma (GMT,
sjá neðar), er táknaður með stafnum Z. Dæmi: 2130Z eða 21:30Z. Ef
tákna ætti sömu stund í Kaupmannahöfn ætti að rita 2230+0100 (eða
22:30+01:00) þar sem talan með formerkinu táknar frávikið frá heims-
tíma. Ef sumartími væri í gildi í Kaupmannahöfn myndu tölurnar
breytast í 2330+0200 (eða 23:30+02:00).
Dagsetningar skal rita sem hér segir:
20051231 eða 2005-12-31 (ár-mánuður-dagur).
Einnig má stytta ártalið: 051231 eða 05-12-31.
Dagsetningu og tímasetningu má rita í einni lotu, en þá skal setja
bókstafinn T á undan tímasetningunni. Dæmi:
20051231T2130 eða 2005-12-31 T21:30.
Þessi staðall um ritum tíma og dagsetninga hefur ekki verið tekinn
upp í almanakinu enn sem komið er. Sama máli gegnir um hliðstæð
almanök á öðrum Norðurlöndum.
MIÐTÍMI GREENWICH OG SAMRÆMDUR HEIMSTÍMI
Samræmdur heimstími (á ensku: Coordinated Universa! Time,
skammstafað UTC) er sá tími sem venjulegar klukkur miðast við, með
föstu fráviki sem fer eftir því hvar í heiminum menn eru staddir, sbr.
kortið á bls. 78. Til að ákvarða þennan tíma eru notaðar atómklukkur
sem ganga afar jafnt. Tíminn er þannig stilltur að hann fer mjög nærri
miðtíma (meðalsóltíma) í Greenwich eins og hann er skilgreindur með
tilliti til þess hvernig jörðin snýr í geimnum. Sjaldnast er gerður grein-
armunur á samræmdum heimstíma og miðtíma Greenwich (GMT), en
þó er þarna örlítill munur á. Munurinn stafar af óreglum í snúningi
jarðar, sem hafa áhrif á meðalsóltímann en ekki atómklukkurnar.
Verði munurinn meiri en 0,9 sekúndur er samræmdur heimstími leið-
réttur um eina sekúndu, venjulega í lok júní eða í lok desember. Þetta
var gert í 22. sinn í árslok 1999, þegar síðasta mínúta ársiris var lengd
um eina sekúndu.
(90)