Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Qupperneq 101
ÁRFERÐI
Arið 2003 var eitt hið hlýjasta, sem komið hefur síðan
mælingar hófust. Nokkuð er misjafnt eftir landshlutum, hvort
það er hið hlýjasta, næsthlýjasta eða þriðja hlýjasta ár.
Mestur hiti, sem mældist á árinu á veðurathugunarstöðvum,
var á Irafossi 18. júlí, 26,2 stig og á sjálfvirkri stöð á Hallonns-
stað sama dag 27,1 stig. Mestur kuldi varð á Grímsstöðum á
Fjöllum 29. desember, en þar mældist 24,8 stiga frost og á sjálf-
virkri stöð í Neslandatanga við Mývatn sama dag -27,5 stig. Mest
sólarhringsúrkoma mældist á Kvískerjum 21. mars 126,5 mm.
1 Reykjavík var meðalhiti ársins 6,1 stig, sem er 1,8 stigum
yfir meðaltali áranna 1961-1990. Telst það hlýjasta ár í bænum
frá því að mælingar hófust. Munur á hita ársins 2003 og áranna
1939 og 1941 er þó varla marktækur. Sólskinsstundir í Reykja-
vík voru 1.308 sem er um 40 stundum meira en í meðalári.
Urkoma í Reykjavík varð 980 mm, sem er um 20% meira en í
meðalári, og var árið hið úrkomumesta síðan 1992. Mestur hiti í
Reykjavík á árinu mældist 1. ágúst 20,0 stig, en kaldast varð 21.
janúar, en þá mældist 11,3 stiga frost. Mest úrkoma í Reykjavík
varð 30. desember 19,8 mm.
A Akureyri var meðalhiti ársins 5,1 stig, sem er 1,8 stigum
ofan við meðaltal áranna 1961-1990. Aðeins er vitað um eitt ár,
sem varð hlýrra á Akureyri, en það var árið 1933. Sólskinsstund-
ir á Akureyri voru 1.008, sem er um 40 stundum undir meðal-
lagi. Úrkoma varð 526 mm, sem er 7,0% meira en í meðalári.
Mestur hiti á Akureyri á árinu mældist 9. ágúst 22,8 stig, en
kaldast varð 29. desember, en þá mældist þar 14,4 stiga frost.
Mest úrkoma á Akureyri varð 6. mars 20,5 mm.
I fyrri hlula janúar var mjög hlýtt, plöntur lifnuðu við og
ntenn stunduðu golf um land allt. Um miðjan mánuðinn kólnaði
og snjóföl var í Reykjavík. - Stórhríð var á Norðurlandi í byrjun
febrúar og frostakafli sunnanlands. Um miðjan mánuðinn var
mjög vindasamt víða um land. Hinn 12. febrúar fauk flugvél frá
Flugleiðum á landgang í Keflavík og skemmdist nokkuð. Þá
urðu skemmdir í stórviðri á Seyðisfirði aðfaranótt 18. febrúar.
Talið er að um 30 íbúðarhús hafi skemmst og bílskúrar fuku úl í
(99)