Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 105
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út 20.776 sinnum
á árinu 2003 (20.721 árið áður). Brunaútköll hjá liðinu á árinu
voru 1.083 (1.325) og sjúkraflutningar voru 19.609 (19.396). Þá
voru 84 útköll vegna mengunaróhappa. - Á Akureyri var
slökkviliöið kvatt út 160 sinnum (145) og sjúkraflutningar voru
1.450 (1.195).
BÚNAÐUR
Árið var mjög gott til búskapar. Sláttur hófst snemma og einna
fyrst í Eyjafirði og Borgarfirði, um 10. júní. í Þykkvabæ var
byrjað að taka upp kartöflur til sölu 8. júlí. Spretta á grasi og
komi var einstaklega góð og voru kornakrar í Skagafirði orðnir
gulir um 20. ágúst. Sumsstaðar náðu bændur þriðja slætti.
Heyfengur o.fl.
Talið er, að vothey og rúlluheyfengur, pakkaður í plast hafi
numið 1.980.339 rúmmetrum (1.854.250 árið áður) og þurrhey
301.991 rúmmetra (321.171). - Framleiðsla á graskögglum nam
600 tonnum (500 árið áður), en nú var aðeins verksmiðjan í
Olafsdal starfrækt. - Frærækt nam 12,3 tonnum (24,4 árið áður)
af óhúðuðu fræi. - Kornrækt var nteiri en árið áður, og var nú
sáð í um það bil 2.600 hektara, sem er meira en nokkru sinni
áður. Kornuppskeran var unt 11.000 tonn (7.000 árið áður).
Uppskera
Kartöfluuppskera var minni en árið áður, og er talið, að 7.090
tonn af kartöflum hafi komið úr jörðu á árinu hjá þeim, sem hafa
kartöflur til sölu (8.800 árið áður).
Gulrófnauppskera var 959 tonn (875 árið áður), tómataupp-
skera 1.074 tonn (948 árið áður), gúrkuuppskera 896 tonn
(1.012), hvítkálsuppskera 555 tonn (558), blómkálsuppskera
71 tonn (80), gulrótauppskera 347 tonn (302), paprikuuppskera
79 tonn (159), kínakál 269 tonn (304) og sveppir 465 tonn
(450). I tölum um grænmeti er átt við það magn, sem fór til
sölu.
Berjaspretta var mikil á Vesturlandi og Norðurlandi, en frekar
(103)