Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 106
lítil á Austurlandi. Bláber og hrútaber spruttu sérlega vel í Eyja-
fírði.
Sláturafurðir, mjólk o.fl.
Slátrað var 555.440 fjár í sláturhúsum (554.966 árið áður). Af
því voru 521.357 dilkar (518.647) og 31.422 fullorðið fé
(36.319).
Meðalfallþungi dilka var 15,39 kg, sem er 0,23 kg meiri fall-
þungi en árið áður. Kindakjötsframleiðslan var 8.792 tonn
(8.676 árið áður). - Slátrað var 22.728 nautgripum (22.700).
Nautgripakjöt var 3.624 tonn (3.639). Slátrað var 7.924 hrossum
(8.329), og hrossakjöt var 906 tonn (1.019). Slátrað var 79.474
svínum (76.148), og var svínakjötsframleiðslan 6.205 tonn
(6.011). Alifuglakjötsframleiðsla var 5.706 tonn (4.637).
Utflutningur lifandi hrossa hefur aðeins dregist saman. Ut
voru flutt 1.337 hross (1.365). Mest var flutt út til Svíþjóðar, 431
hross (333).
Mjólkurframleiðsla var 108.384.120 lítrar (110.761.076 árið
áður). Smjörframleiðsla var 1.281 tonn (1.418) og smjörvi 499
tonn (541). Framleidd voru 303 tonn af léttsmjöri (339).
Afurðahæsta kýr á landinu var Ama 20 í Miðhjáleigu í Aust-
ur-Landeyjum. Hún mjólkaði 11.824 kg.
Loðdýrabú voru í árslok 35 (41 árið áður).
Lax- og silungsveiði
Laxveiði var nokkru minni en árið á undan og veiddust 36.332
laxar (38.354 árið áður). Alls voru 34.111 laxar veiddir á stöng
(33.767), en þar af var 5.361 sleppt aftur (5.985). 7.582 laxar
veiddust í net í ám (4.587), en frá hafbeitarstöðvum komu engir
laxar. Nær öll laxveiði í net er nú í jökulánum á Suðurlandi,
Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. - Mesta laxveiði á stöng þetta árið var í
Langá á Mýrum en þar veiddust 2.263 laxar (1.605 árið áður),
Þverá/Kjarrá var í öðru sæti með 1.872 (1.639) og Ytri-Rangá í
þriðja sæti með 1.723 (758). Næst á eftir þessum þremur ám komu
Eystri-Rangá, Laxá í Kjós/Bugða, Selá í Vopnafirði og Hofsá í
Vopnafirði. Norðurá í Borgarfírði, sem var í efsta sæti árið 2002,
var nú aðeins í áttunda sæti með 1.444 laxa (2.217 árið áður).
(104)