Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 115
töldu þetta sýna, að málið væri komið á borð forsetans og það
væru góð tíðindi.
George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, kom til
Islands í kveðjuheimsókn 28. júlí. Hann átti fund með forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra. - Hinn 1. ágúst tók Mark S.
Laughton kafteinn við starfi yfirmunns flotastöðvar varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli. - Elstu íbúðarhúsin á Keflavíkurflug-
velli, svokölluð SP hús, voru endurnýjuð á árinu. Þetta eru 15
tveggja hæða hús með 88 íbúðum, sem reist voru yfir starfsmenn
bandarísks verktakafyrirtækis. Það rak flugvöllinn 1947-51.
IÐNAÐUR
Hagur íslenskra iðnfyrirtækja batnaði nokkuð 2003 eftir erfitt
ár á undan. Þetta var þó misjafnt eftir iðngreinum. Mest óx velta
í jarðefna- og byggingariðnaði eða um 15,0% eftir mikinn
samdrátt árið áður. I matvælaiðnaði var 4,0% veltuaukning, en í
efnaiðnaði, veiðarfæragerð, prentiðnaði, málm- og skipasmíða-
iðnaði var veltan svipuð og árið á undan.
Stóriðja
Starfsemi Alcan á Islandi hf. gekk að óskum á árinu. Fram-
leiðslan í Straumsvík var meiri en nokkru sinni fyrr eða 175.803
tonn (173.528 tonn árið áður). Auk þess voru flutt inn 14.515 tonn
af áli til umbræðslu og framleiðslu verðmætari afurða. Tekjur
fyrirtækisins voru um 305 milljónir dala og hagnaður fyrir skatta
um 29 milljónir dala. Verð á áli fór nokkuð hækkandi á árinu.
Hjá Norðuráli á Grundartanga voru framleidd um 90.000 tonn
af áli og varð hagnaður af rekstri verksmiðjunnar um 15 milljón-
ir dala. Er það um 20% aukning frá fyrra ári.
Framleiðsla íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga var
um 119.000 tonn (118.810 tonn árið áður) miðað við 75% kísil-
jám. Sala á afurðum gekk vel og verð á kísiljárni fór hækkandi.
Unnið var að hagræðingu í rekstri og var fastráðnum starfs-
mönnum fækkað í 101 í árslok (þeir voru 110 árið áður). Norska
félagið Elkem ASA eignaðist Járnblendifélagið að fullu á árinu
og það var tekið af hlutabréfamarkaði.
(113)