Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 116
Rekstur Kísiliðjunnar við Mývatn gekk vel á árinu 2003 og
nam framleiðslan 27.692 tonnum, sem er svipað og árið á undan.
Afkoma fyrirtækisins var góð. Norskt fyrirtæki, Promeks ASA,
vinnur að undirbúningi að nýrri kísilduftverksmiðju, sem fyrir-
hugað er að reisa á lóð Kísiliðjunnar.
Málefni Sementsverksmiðjunnar voru mjög til umræðu á
árinu og var ákveðið, að ríkissjóður seldi hana á mjög lágu verði
með því skilyrði, að rekstri hennar yrði haldið áfram. Niðurstað-
an varð sú, að nýtt fyrirtæki, Islenskt sement ehf., keypti verk-
smiðjuna á 68 milljónir króna. Eigendur nýja fyrirtækisins voru
B.M. Vallá ehf., Björgun hf., Framtak-fjárfestingarbanki hf. og
norskt sementsfyrirtæki, Norcem A/S. Sementsverksmiðjan
seldi 84.900 tonn á árinu (82.250 árið áður).
Rekstur Steinullar hf. á Sauðárkróki gekk vel á árinu. Heild-
arsala á afurðum fyrirtækisins nam um 179 þúsund rúmmetrum.
Af því voru 115 þúsund rúmmetrar seldir á innanlandsmarkaði
og 64 þúsund rúmmetrar voru seldir til útlanda, mest til Bret-
lands og Færeyja.
Aðdragandi stóriðju á Reyðarfirði
Hinn 10. janúar samþykkti stjóm bandaríska álfyrirtækisins
Alcoa að ráðast í byggingu 322 þúsund tonna álvers á Reyðar-
firði. Sama dag samþykkti stjórn Landsvirkjunar rafmagnssamn-
ing við Alcoa með sex atkvæðum gegn einu. Helgi Hjörvar
greiddi atkvæði á móti. - 5. mars samþykkti Alþingi með 41
atkvæði gegn 9 frumvarp sem heimilar byggingu álvers á Reyð-
aifirði og hinn 15. sama mánaðar voru síðan undirritaðir samn-
ingar um byggingu þessa álvers, þ.e. raforku-, lóðar-, hafnar- og
fjárfestingarsamningar. Samningana undirrituðu Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra,
A.J.P. Belde stjórnarformaður Alcoa, Michael Baltzell formaður
samninganefndar Alcoa, forráðamenn Landsvirkjunar og bæjar-
stjórinn í Fjarðabyggð. - 9. júní var tilkynnt, að Alcoa hefði valið
bandaríska fyrirtækið Bechtel og íslensku verkfræðisamsteypuna
HRV til að reisa álver svonefnds Fjarðaáls í Reyðarfirði. Samn-
ingar voru undirritaðir við þessi fyrirtæki í september.
(114)