Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 124
ágúst. FH sigraði tíunda árið í röð og fékk 171,5 stig, Breiðablik
varð í 2. sæti með 162 stig og UMSS í þriðja sæti meðl58 stig.
FH sigraði með miklum yfirburðum í kvennakeppninni, en
Breiðablik í karlaflokki, þar sem Jón Amar Magnússon sigraði í
sex einstaklingsgreinum. - Reykjavíkurmaraþon var haldið í 20.
sinn laugardaginn 16. ágúst í rigningarveðri. Skráðir þátttakend-
ur voru um 3.500. Af þeim hljóp 281 Maraþonhlaupið sjálft, og
um 490 hlupu hálfmaraþon. Peter Vail frá Kanada sigraði í
Maraþonhlaupinu á tímanum 2:41,07 og Sonya Anderson frá
Bandaríkjunum sigraði í kvennaflokki með 3:04,11. Peter
Nzimbi frá Kanada sigraði í hálfmaraþoni í karlaflokki annað
árið í röð á tímanum 1:10,06 en Martha Ernstsdóttir (IR) í
kvennaflokki á tímanum 1:20,28. Sveinn Ernstsson (IR) náði
bestum árangri Islendinga í Maraþonhlaupinu. Hann varð annar
og hljóp á tímanum 2:42,47. -1 Gamlárshlaupi 1R sigraði Sigur-
björn Á. Arngrímsson (UMSS), en Gerður Rún Guðlaugsdóttir
varð fyrst kvenna. Þátttakendur í hlaupinu voru 253.
Jón Amar Magnússon varð þriðji á tugþrautarmóti í Götzis í
byrjun júní með 8.222 stig. - Sveinn Margeirsson (UMSS) bætti
22 ára gamalt met Jóns Diðrikssonar í 3000 m hindrunarhlaupi á
móti í Borás í Svíþjóð í júní. Nýja metið er 8.46,20. Gamla metið
var 8.49,56.
Á heimsmeistaramóti í París í ágúst náði Þórey Edda Elísdótt-
ir í úrslitakeppni í stangarstökki, en felldi síðan byrjunarhæð þar
4,35 m. Jón Arnar Magnússon hætti keppni í tugþraut eftir þrjár
greinar.
Glíma. Bikarglíma Islands var þreytt í Reykjavík í byrjun
mars. Pétur Eyþórsson (Víkverja) sigraði í karlaflokki en Svana
Jóhannsdóttir (GFD) í kvennaflokki. - Islandsglíman var háð í
Reykjavík í lok apríl. Olafur Oddur Sigurðsson (HSK) sigraði,
hlaut Grettisbeltið og varð glímukóngur Islands. - Svana
Jóhannsdóttir (GFD) sigraði í svokallaðri Freyjuglímu, sem háð
var í fjórða sinn, og hlaut Freyjumenið.
Golf. Islandsmótið í höggleik var haldið í Vestmannaeyjum í
lok júlí. Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) varð Islandsmeistari í
karlaflokki og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) í kvennaflokki.
Birgirhafði síðast orðið Islandsmeistari 1996 og Ragnhildur 1998.
(122)