Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 126
34. í milliriðli kepptu íslendingar við Pólverja og unnu þá 33-29,
en töpuðu fyrir Spánverjum 31-32. Islendingar urðu í öðru sæti
í milliriðlinum og kepptu við Rússa um 5.-8. sæti í keppninni.
Sá leikur tapaðist 27-30 og var þá aðeins eftir að keppa um 7.
sætið, en það gaf rétt til þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu
2004. íslenska liðið sigraði Júgóslava í þessum leik 32-27 og
fékk því keppnisrétt á Ólympíuleikunum. Þótti þetta ágætur
árangur. Króatar urðu heimsmeistarar, en þeir unnu Þjóðverja
34-31 í úrslitaleiknum.
Hestaíþróttir. íslandsmót í eldri flokki var haldið á Selfossi í
lok júní. Haukur Tryggvason, Létti, á Dáð frá Halldórsstöðum
sigraði í tölti, Olil Amble, Sleipni, á Suðra frá Holtsmúla í fjór-
gangi, Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á Súlu frá Hóli í fimmgangi
og Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á Hyl frá Stóra-Hofi í
slaktaumatölti.
Íshokkí. Skautafélag Akureyrar varð íslandsmeistari í tíunda
sinn. SA sigraði í úrslitakeppni við Skautafélag Reykjavíkur 3-
0.1 síðasta leiknum sigraði SA 11-7.
íþróttamaður ársins. Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður
var kosinn íþróttamaður ársins 2003, annað árið í röð. Hann átti
mikinn þátt í því, að íslendingum gekk vel á heimsmeistaramót-
inu í Portúgal. Ólafur gekk á árinu til liðs við spænska liðið
Ciudad Real.
íþróttir fatlaðra. Á opna breska meistaramótinu í sundi fatl-
aðra, sem fram fór í Sheffield á Englandi í júní, fengu Islending-
ar 18 verðlaun og settu 11 Islandsmet.
Júdó. íslandsmót var haldið í Reykjavík í byrjun apríl.
Þorvaldur Blöndal (Árrnanni) sigraði í opnum llokki karla og í
-100 kg flokki. Heimir S. Haraldsson (Ármanni) sigraði í +100
kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir (JR) sigraði í opnum flokki
kvenna og Margrét Bjarnadóltir (Armanni) í -63 kg flokki.
Karate. Á íslandsmóti í kata í lok mars sigraði Vilhjálmur
Svan Vilhjálmsson (KFR) í karlaflokki og Edda Lúvísa Blöndal
(Þórshamri) í kvennaflokki í áttunda sinn. - Islandsmót í kumite
var haldið í nóvember. Jón Ingi Þorvaldsson (Þórshamri) sigraði
í opnum flokki og Edda Lúvísa Blöndal í kvennaflokki. Þórs-
hamar sigraði í flokkakeppni.
(124)