Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 130
Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin. Síðan komu leikir
erlendis í ágúst og september, fyrst gegn Rússum, sem endaði
með jafntefli 1-1 og tap gegn Frökkum 0-2. Hrefna Jóhannes-
dóttir skoraði gegn Rússum. Loks komu tveir leikir gegn
Pólverjum í september sem Islendingar unnu 10-0 á heimavelli
og 3-2 í Póllandi. í þessum leikjum skoraði Margrét Lára Viðars-
dóttir fjögur mörk, Ásthildur Helgadóttir og Hrefna Jóhannes-
dóttir tvö hvor. íslendingar voru með 10 stig og efslir í riðlinum
eftir þessa leiki, en Frakkar og Rússar gátu komist upp fyrir þá.
íslandsmeistarar KR-inga árið 2002 tóku þátt í forkeppni
meistaradeildar Evrópu og léku við Pyunik Yrevan frá Armeníu.
KR-ingar töpuðu útileiknum 0-1 en gerðu 1-1 jafntefli heima. -
Grindvíkingar og Fylkir féllu út í forkeppni að Evrópukeppni
félagsliða. Fylkir gerði jafntefli á heimavelli við sænska liðið
AIK og tapaði á útivelli 0-1, Grindvíkingar töpuðu á útivelli 1-2
fyrir austurríska liðinu Kárnten og gerðu jafntefli á heimavelli 1 -
1. - KA-ingar voru með í Intertoto keppninni og léku við
Sloboda Tuzla frá Bosníu. Báðir leikirnir enduðu með jafntefli
1-1, en KA tapaði í vítaspyrnukeppni eftir seinni leikinn og það
á heimavelli sínum.
Kraftlyftingar. íslandsmót var haldið í lok apríl í Garðabæ.
Benedikt Magnússon sigraði í +125 kg flokki og setti Norður-
landamet í réttstöðulyftu, 380 kg. Hann er aðeins 19 ára og setti
fjölda unglingameta. Hann lyfti alls 980 kg. Auðunn Jónsson
sigraði í 125 kg flokki og lyfti 982,5 kg. Freyja Kjartansdóttir
sigraði í +90 kg flokki kvenna og lyfti 335 kg.
Körfuknattleikur. Grindvíkingar urðu deildarmeistarar í karla-
flokki og hlutu 34 stig, Keflvíkingar urðu í 2. sæti, einnig með
34 stig og Haukar í því þriðja með 30 stig. - Keflvíkingar urðu
síðan íslandsmeistarar eftir sigur á Grindavík í úrslitakeppni
úrvalsdeildarinnar, 3-0. - I kvennaflokki urðu Keflvíkingar
deildarmeistarar með 36 stig, en KR-ingar urðu í 2. sæti með 24
stig og Grindvíkingar í því þriðja með 20 stig. - Keflvíkingar
urðu síðan Islandsmeistarar með því að vinna KR í úrslita-
keppni, 3-0. - Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í karlaflokki og
unnu Snæfell 95-71. í kvennaflokki unnu stúdínur bikarinn með
sigri á Keflavík, 53-51 eftir framlengdan leik.
(128)