Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 152
Human Rights Perspective on Freedom within the Media. Fjall-
að er um tjáningarfrelsi tjölmiðla og ritstjórnarlegt sjálfstæði
þeirra út frá sjónarhóli Mannréttindasáttmála Evrópu.
Kjartan Guðmundsson í byggingaverkfræði við tækniháskól-
ann í Stokkhólmi (9. maí). Ritgerðin nefnist: Alternative
Methods for Analysing Moisture Transport in Buildings. Fjallað
er um rakaflutning í húsum og byggingarefnum.
Unnur Anna Valdimarsdóttir við Karolinska Institutet í Stokk-
hólmi (28. maí). Ritgerðin nefnist: The Loss of a Husband to
Cancer: Additional and Avoidable Psychological Traumata.
Fjallað er um áhættuþætti vegna langvarandi kvíða- og þung-
lyndiseinkenna hjá konum sem missa eiginmenn sína úr krabba-
meini.
Þýskaland
Kristján Halldórsson í raforkufræði við háskólann í Darm-
stadt. Ritgerðin nefnist: Decision Support Mechanism for
Renewable Energy Trading. Fjallað er um hönnun líkans til þess
að auðvelda orkumiðlara ákvarðanatöku fyrir kaup og sölu á raf-
magni.
Stúdentspróf
Stúdentafjöldi frá stærstu skólunum á árinu var sem hér segir:
Frá Menntaskólanum í Reykjavík 128 (133), Menntaskólanum á
Akureyri 130 (130), Verzlunarskóla fslands 232 (213), Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 251 (228), Menntaskólanum við Sund
149 (141), Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 289 (208), Kvenna-
skólanum 105 (124), Fjölbrautaskólanum við Ármúla 137 (134).
Eyvindur Ari Pálsson, stúdent frá Menntaskólanum í Reykja-
vík, fékk hæstu einkunn, sem gefin hefur verið eftir núgildandi
einkunnakerfi í skólanum, 9,89.
RAFORKUMÁL
Á vegum Landsvirkjunar var haldið áfram undirbúningsvinnu
við Kárahnjúka. Má þar til nefna rafvæðingu vinnusvæðis, vega-
gerð o.fl. Hinn 18. mars voru undirritaðir verksamningar við
(150)