Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Blaðsíða 154
gera samninga um 86,0% af áætluðum kostnaði við Kárahnjúka-
virkjun.
Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, felidi úrskurð um
Norðlingaölduveitu hinn 30. janúar. Farin var ný leið, sem leiða
mun til mikillar minnkunar veitulónsins. Með þessu mundi veit-
an ekki hafa áhrif inn á friðland Þjórsárvera. Landsvirkjun lét
halda áfram rannsóknum á veitusvæðinu, en því var lýst yfir 5.
september, að ekki yrðu hafnar framkvæmdir við Norðlinga-
ölduveitu í bráð. Væntanlegir kaupendur orku frá þessari veitu,
Norðurálsmenn, urðu því að leita annað.
Hinn 27. nóvember var kynnt skýrsla um virkjunarkosti á
Islandi. Hana gerði starfshópur undir forystu Sveinbjörns
Bjömssonar prófessors. I skýrslunni er virkjunarkostum skipt í
fimm flokka eftir umhverfisáhrifum, heildarhagnaði og arðsemi.
Má búast við því, að þessi skýrsla verði lögð til grundvallar við
virkjanir í framtíðinni.
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar var hinn besti sem um getur.
Fylltust lón og vötn fyrr en áður hefur þekkst. Þórisvatn fylltist
á árinu, og varð vatnsborðið hæst 23. apríl, 577,53 m yfir sjó.
Lægst varð það 14. febrúar, 573,26 m yfir sjó. Þessi lágmarks-
hæð er án fordæma.
Heildarrafmagnsöflun Landsvirkjunar á árinu óx um 1,0% og
var 7.245 gígavattstundir (7.173 árið áður). Helstu kaupendur
raforku á árinu voru Alcan á Islandi með 332 megavött (328 árið
áður), Orkuveita Reykjavíkur 170 (165), Norðurál 160 (167),
Rafmagnsveitur ríkisins 140 (148) og íslenska járnblendifélagið
130 (130).
Rekstrartekjur Landsvirkjunar voru 13.009 milljónir króna
(13.577). Tekjurnar lækkuðu um 4,2% á árinu. Hagnaður á árinu
var 1.551 milljón króna, en árið áður var hagnaðurinn 5.729
milljónir króna. Skuldir Landsvirkjunar voru í árslok 92,8 millj-
arðar króna (81,2 milljarðar árið áður).
SAMÍiÖNGUR OG FERÐAMÁL
Erlendir ferðamenn
Ferðamálaráð hóf talningu erlendra ferðamanna við brottför í
(152)