Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 156
Kaupmannahafnar hinn 1. desember. Félagið taldi farþega ekki
nógu marga til þess að halda uppi starfseminni. I síðasta fluginu
voru 155 farþegar frá Kaupmannahöfn til Akureyrar, en aðeins
10 á leiðinni lil baka.
Rekstur Flugfélagsins Atlanta var enn í vexti á árinu 2003, og
hafði það t.d. tíu Boeing 747 og 767 þotur í pílagrímaflugi milli
Jeddah í Saudi-Arabíu og Malasíu, Indónesíu og Nígeríu. Félag-
ið gerði í september stærsta samning í sögu þess og var hann við
Lufthansa Cargo. Um var að ræða þjónustuleigu á þremur
Boeing 747 fraktflugvélum fyrir um 20 milljarða króna.
íslandsflug hélt uppi áætlunarflugi til Homafjarðar, Vest-
mannaeyja, Sauðárkróks, Vesturbyggðar (Bíldudals) og Gjög-
urs. Félagið var einnig með mikið sjúkraflug og það rak
leiguflug erlendis.
Siglingar
Starfsemi Eimskipafélags Islands á árinu 2003 var þrískipt.
Þetta félag var eingöngu eignarhaldsfélag, sem rak þrenns konar
starfsemi, Eimskip ehf. með flutningastarfsemi, Brim ehf. með
útgerð fiskiskipa og Burðarás ehf. með fjárfestingarstarfsemi.
Flutningsmagn með skipum Eimskips ehf. óx um 7,0% á
árinu. Flutt voru 1.660.000 tonn (1.550.000 árið áður). Afkoma
í flutningastarfsemi Eimskips var betri en undanfarin tvö ár og
varð hagnaður 1,641 milljón (1.251 milljón árið áður).
Rekstur Samskipa hf. gekk vel, og var félagið rekið með 366
milljóna króna hagnaði eftir skatta (242 milljónir árið áður).
Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu voru 17,3 milljarðar (14,1
milljarður árið áður). Starfsmenn í árslok voru um 800 í níu
Iöndum. Velta í erlendri starfsemi á vegum félagsins óx mjög á
árinu og var m.a. opnuð skrifstofa í Kína.
Skipafélagið Atlantsskip hélt áfram reglubundnum siglingum
milli Rotterdams og Kópavogs. Viðkoma var á 10 daga fresti.
Ný bílaferja kom til landsins 22. apríl. Hún nefnist Norröna
eins og hin eldri. Ferjan tekur 1.482 farþega og 800 bíla. Ahöfn-
in er 120 manns. Ferjan kostaði um sjö milljarða króna. - Farþeg-
ar, sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum, voru um
35.000 í 58 ferðum. Árið áður voru þeir um 30.000 í 50 ferðum.
(154)