Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 160
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jón Krist-
jánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Páll Pétursson
félagsmálaráðherra, Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra og
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra frá Framsóknarflokknum.
I fyrstu skoðanakönnun ársins, sem birtist í Fréttablaðinu 6.
janúar, naut ríkisstjórnin fylgis rúmlega helmings kjósenda eða
50,6%. Sjálfstæðisflokkurinn hafði samkvæmt þessari könnun
37,0% fylgi og Framsóknarflokkurinn 10,0%. Það blés því ekki
byrlega fyrir ríkisstjórnina í upphafi kosningaárs. I sömu könn-
un hafði Samfylkingin 39,3% fylgi, Vinstri grænir 11,1% og
Frjálslyndi flokkurinn 2,1%.
Flokkamir höfðu að nokkru ákveðið framboð sín til Alþingis
fyrir áramótin, og þau voru öll komin fyrir janúarlok nema hjá
Frjálslynda flokknum og Nýju afli. I janúar fóru því flokkarnir
að undirbúa kosningamál sín. Það bar til tíðinda 12. janúar, að
því var lýst yfir á blaðamannafundi, sem Samfylkingin hélt, að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði forsætisráðherraefni flokksins,
ef hann kæmist í aðstöðu til þess að mynda stjórn. Það hafði ekki
gerst áður í íslenskri stjórnmálasögu, að slík yfirlýsing væri
gefin fyrir kosningar. I skoðanakönnun, sem birt var skömmu
eftir að yfirlýsingin kom fram, reyndist Ingibjörg hafa 50,0%
stuðning til að vera forsætisráðherra en Davíð Oddsson 43,0%
og Halldór Ásgrímsson 4,0%.
Hinn 9. febrúar flutti Ingibjörg Sólrún fyrstu ræðu sína um
landsmál á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar í Borgarnesi.
Þar talaði hún m.a. um afskiptasemi stjórnmálamanna af
atvinnulífi og taldi þetta aðalmeinsemd efnahagslífsins. Davíð
Oddsson tók þetta óstinnt upp og kallaði Ingibjörgu forsætisráð-
herraefni Baugsfeðga og Jóns Olafssonar. I annarri ræðu, sem
flutt var í Borgarnesi 15. apríl, gerði Ingibjörg að umtalsefni það,
sem hún kallaði andúð forystu Sjálfstæðisflokksins á forseta
Islands, biskupi o.fl. Þessar Borgarnesræður voru mjög til
umræðu alla kosningabaráttuna.
1. mars birtist grein í Fréttablaðinu þess efnis, að Hreinn
Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefði upplýst stjórnarmenn í
Baugi í janúar 2002 um það, að Davíð Oddsson hefði sakað
Baugsfeðga um spillingu og sagt sér frá fyrirtæki, sem væri í
(158)