Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Qupperneq 170
kjördæmum um tvö og urðu þau sex. Kjördæmin nefndust
Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykjavíkurkjördæmi norður,
Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi
og Suðurkjördæmi. I Reykjavíkurkjördæmunum voru um
43.000 kjósendur í hvoru um sig, 49.000 í Suðvesturkjördæmi
(kraganum utan um Reykjavík), 28.000 í Suðurkjördæmi,
27.000 í Norðausturkjördæmi og 21.000 í Norðvesturkjördæmi.
Kosnir skyldu vera níu þingmenn í hverju kjördæmi eða 54 alls,
en síðan bættust við níu jöfnunarmenn og komu tveir í hvert
stærri kjördæmanna en einn í hvert hinna minni. Kjördæmaskip-
unin átti að jafna vægi kosningarréttar í landinu, en það var þó
ekki að fullu, því að þingmenn í stóru þéttbýliskjördæmunum
höfðu tvöfalt fleiri kjósendur á bak við sig en þingmenn í Norð-
vesturkjördæmi sem var fámennast.
Alþingiskosningar 10. maí
Sex flokkar buðu fram í öllum kjördæmum í alþingiskosning-
unum 10. maí. Það voru Framsóknarflokkur (B-listi), Sjálfstæð-
isflokkur (D-listi), Frjálslyndi flokkurinn (F-listi), Nýtt afl (N-
listi), Samfylkingin (S-listi) og Vinstri hreyfingin - grænt fram-
boð (U-listi). Auk þess kom fram listi óháðra í Suðurkjördæmi
(T-Iisti).
A kjörskrá í alþingiskosningunum 2003 voru 211.289 rnanns
og af þeim kusu 185.398 eða 87,8%. Þetta er nokkru meiri kjör-
sókn en 1999, en þá var hún 84,1%. Urslit kosninganna urðu
þau, að Framsóknarflokkur fékk 32.484 atkvæði eða 17,7% og
tapaði 0,7% frá síðustu kosningum, Sjálfstæðisflokkur fékk
61.701 atkvæði eða 33,7% og tapaði 7,0%, Frjálslyndi flokkur-
inn fékk 13.523 atkvæði eða 7,4% og bætti við sig 3,2%, Nýtt afl
fékk 1.791 atkvæði eða 1%, Samfylkingin fékk 57.700 atkvæði
eða 31,0% og bætti við sig 4,2% og Vinstri hreyfingin - grænt
framboð fékk 16.129 atkvæði eða 8,8% og tapaði 0,3%. Fram-
boð óháðra fékk 844 atkvæði sem er 0,5% yfir landið en 3,4% í
Suðurkjördæmi.
Þingmenn skiptust þannig á milli flokka, að Framsóknarflokk-
urinn fékk 12, sem er sami fjöldi og í síðustu kosningum, Sjálf-
stæðisflokkur fékk 22 þingmenn og missti tjóra, Frjálslyndi
(168)