Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 172
flokkurinn fékk 4 þingmenn og vann tvo, Samfylkingin fékk 20
þingmenn og vann þrjá og Vinstri grænir fengu 5 þingmenn og
misstu einn. Nýtt afl og óháða framboðið í Suðurkjördæmi komu
ekki mönnum á þing. Rfkisstjórnarflokkarnir fengu þannig 34
þingmenn en stjórnarandstaðan 29.
Sjálfstæðisflokkur var stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi
(38,4%), Reykjavíkurkjördæmi suður (38,0%) og Norðvestur-
kjördæmi (29,6%). Samfylkingin var stærsti flokkurinn í
Reykjavíkurkjördæmi norður (36,3%) og Suðurkjördæmi
(29,7%), en Framsóknarflokkurinn var stærstur í Norðaustur-
kjördæmi (32,8%).
Tólf þingmenn, sem gáfu kost á sér til þingsetu, náðu ekki
kjöri. Þetta voru Adolf H. Bemdsen (D), Arnbjörg Sveinsdóttir
(D), Árni Steinar Jóhannsson (U), Ásta Möller (D), Gísli S.
Einarsson (S), Guðjón Guðntundsson (D), Isólfur Gylfi Pálma-
son (B), Katrín Fjeldsted (D), Kjartan Ólafsson (D), Kristján
Pálsson (T), Lára Margrét Ragnarsdóttir (D) og Sigríður Ingv-
arsdóttir (D). - Konum fækkaði á þingi úr 23 í 19.
Birkir Jón Jónsson (B) var yngstur þeirra, sem náðu kjöri til
þings, en hann var 23 ára og 290 daga. Er hann næstyngstur
þeirra, sem sest hafa á þing frá endurreisn Alþingis. Yngstur var
Gunnar Thoroddsen, sem kom á þing 1934, en hann var 23 ára
og 177 daga gamall. Auk Birkis komu fjórir þingmenn innan við
þrítugt inn á þing. Þeir voru Ágúst Ólafur Ágústsson (S), Dagný
Jónsdóttir (B). Katrín Júlíusdóttir (S) og Sigurður Kári Krist-
jánsson (D).
Fram kom í júní, að kosningabarátta Frjálslynda flokksins hafi
kostað 13.0 milljónir króna og Vinstri grænna 32,4 milljónir.
Samfylkingin upplýsti í október að hennar barátta hefði kostað
81,0 milljón. Stjórnarflokkarnir gáfu ekki upp ákveðnar tölur um
kostnað við kosningabaráttu þeirra.
Myndun nýrrar ríkisstjórnar
Fljótlega eftir að talningu atkvæða lauk, kom í ljós, að
forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks töldu
meginniðurstöðu kosninganna þá, að ríkisstjórnin hélt velli með
5 þingmanna meirihluta. Davíð Oddsson sagði um þetta í viðtali
(170)