Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 174
ana. Mestum tíðindum í þessum tillögum þótti sæta sú ákvörðun
formannanna, að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra til 15.
september 2004, en þá tæki Halldór Ásgrímsson við forsætiráð-
heaaembættinu. Þennan dag skyldi einnig verða sú breyting, að
Sjálfstæðisflokkur tæki við umhverfisráðuneytinu af Framsókn-
arflokki. Fonnennimir kunngerðu einnig 22. maí tillögur sínar
um það, hvaða þingmenn fengju ráðherrastóla. I Framsóknar-
flokknum var einn laus, ráðherrastóll Páls Péturssonar félags-
málaráðherra, sem ekki hafði komist á þing. Við honum tók Árni
Magnússon, nýr maður á þingi. Að öðru leyti var skipan ráðherra
hin sama og í fyrri ríkisstjórn. Ekki var tilkynnt, hvað yrði um Siv
Friðleifsdóttur, eftir að Framsóknarmenn misstu umhverfisráðu-
neytið 15. september 2004. Hún hélt því fram, að Halldór ætlaði
að stokka upp í öllu ráðherraliðinu þennan dag. Hjá Sjálfstæðis-
mönnum var samþykkt sú tillaga formanns flokksins, að Björn
Bjamason yrði dóms- og kirkjumálaráðherra strax við stjórnar-
myndun í stað Sólveigar Pétursdóttur, Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir yrði menntamálaráðherra um áramót 2003-04 og Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra 15. september 2004.
Stefnuyfirýsing rfkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks var mjög almennt orðuð. Talað var um, að þjóðin ætti
að sækja fram til „aukinnar velmegunar og enn betri lífskjara".
Helst var áþreifanleg sú stefna, að tekjuskattsprósenta einstakl-
inga yrði lækkuð um allt að 4%, eignarskattur felldur niður,
erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerf-
ið tekið til endurskoðunar. I fiskveiðistjórnarmálum var haldið
fast við fyrri stefnu stjórnarflokkanna, þ.e. svonefnt „aflamarks-
kerfi með hóflegu veiðigjaldi".
Stjórnmálin eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar
Ný ríkisstjórn kom til valda 23. maí. Hún var skipuð eftirtöld-
um ráðherrum: Davíð Oddsson forsætisráðheira, Geir H. Haarde
fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráð-
herra, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Árni M. Mathie-
sen sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra frá Sjálfstæðisflokknum, en frá Framsóknarflokknum
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir
(172)