Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 177
launafrumvarp. Flutningsmenn þess voru úr öllum flokkum
undir forystu Halldórs Blöndals. Frumvarpið fól í sér betri eftir-
launarétt ráðherra og þá einkum forsætisráðherra. Einnig var
gert ráð fyrir hærri launum til flokksformanna. Alþýðusamband
Islands beitti sér gegn þessu frumvarpi og efndi til útifundar við
alþingishúsið 11. desember. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI,
taldi að þetta frumvarp stuðlaði að misrétti í þjóðfélaginu. Hann
lét einnig þau orð falla, að þetta væri starfslokasamningur fyrir
Davíð Oddsson og stungið hefði verið dúsu upp í flokksforingja
um leið. Eftirlaunafrumvarpið var samþykkt með atkvæðum
stjórnarþingmanna og Guðmundar Arna Stefánssonar. sem verið
hafði einn flutningsmanna þess.
Landsfundur Samfylkingarinnar var haldinn í Hafnarfirði
dagana 31. október til 2. nóvember. Kjörorð fundarins var: „Verk
að vinna“. Össur Skarphéðinsson var endurkjörinn formaður, en
íngibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin varafonnaður. Ymsir
flokksmenn vildu fá hana í formannsstólinn, en hún hafði ekki
náð að verða þingmaður og þótti það spilla fyrir henni. Ingibjörg
lýsti því yfir að hún hygðist sækjast eftir formennsku árið 2005.
- Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs var
haldinn í Hveragerði 7.-9. nóvember undir kjörorðinu „Réttlæti
án landamæra“. Steingrímur J. Sigfússon var kosinn formaður í
annað sinn, en Katrín Jakobsdóttir varð nýr varaformaður. Hún
fékk 119 atkvæði en Steingrímur Ólafsson fékk 30. Drífa
Snædal var kosin ritari og Tryggvi Friðjónsson gjaldkeri.
Alþingi
Síðasta þing eldra kjörtímabilsins, 128. löggjafarþingið, kom
aftur til starfa 21. janúar. Fundum þess var frestað 16. mars, þar
sem alþingiskosningar voru fram undan. Samþykkt voru á þing-
inu 128 lagafrumvörp og 39 þingsályktunartillögur. Ljóst var, að
nokkrir þingmenn voru nú að ljúka þingferli sínum, þar sem þeir
voru ekki á framboðslistum fyrir væntanlegar kosningar. Lengst
þeirra hafði Páll Pétursson setið á þingi eða í 29 ár. Hann kom
fyrst inn á þing 1974. Svanfríður Jónasdóttir og Ólafur Örn
Haraldsson höfðu setið á þingi í átta ár, Sigríður Jóhannsdóttir í
sjö ár og Karl V. Matthíasson í tvö ár.
(175)