Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 179
ráðherra Marokkós kom til Islands í ágúst í boði Árna Mathie-
sen. - Varnarmálaráðherrar Norðurlanda þinguðu í Reykjavík í
byrjun september. Halldór Ásgrímsson sat fundinn fyrir hönd
Islendinga. - Forsætisráðherra Namibíu, Theo-Ben Gurirab,
kom í opinbera heimsókn til Davíðs Oddssonar í nóvember.
Opinberar heimsóknir innlendra ráðherra
Davíð Oddsson fór í opinbera heimsókn tii Japans í janúar.
Hann hitti krónprinsinn og forsætisráðherrann. - Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn til Irans í
byrjun desember. Þar hitti hann Mohammad Khatami forseta.
Sveitarstjórnarmál
I mars var myndaður nýr meirihluti í Vestmannaeyjum. Sjálf-
stæðismenn og framsóknarmenn höfðu verið í meirihluta frá
kosningunum 2002, en oddviti framsóknarmanna, Andrés Sigur-
mundsson, vildi ekki starfa lengur með sjálfstæðismönnum og
gekk til liðs við Vestmannaeyjalistann. Framsóknarfélagið í
Eyjum var á móti sinnaskiptum Andrésar. Ingi Sigurðsson bæjar-
stjóri lét af störfum 15. júlí og við tók Bergur E. Ágústsson.
20. september fóru fram sveitarstjórnarkosningar í Austur-
byggð, en hún varð til við sameiningu Búðahrepps (Fáskrúðs-
fjarðar) og Stöðvarhrepps. Tveir listar voru í kjöri, B-listi Fram-
sóknarfélaga Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og S-listi
Samfylkingarinnar og óháðra. Urslit urðu þau, að B-listi fékk 288
atkvæði (69,4%) og fimm menn kjöma en S-listi fékk 127 atkvæði
(30,6%) og tvo menn kjörna. Kosningaþátttaka var 73,82%. Efsti
maður F-lista, Guðmundur Þorgrímsson var kjörinn oddviti.
Mikill ágreiningur kom upp í sveitarstjóm Dalabyggðar í
nóvember. Fimm fulltrúar af sjö í sveitarstjórninni samþykktu
vantraust á einn fulltrúann og var honum vikið úr öllum nefndum.
Reykjavík
Síðasti vinnudagur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í embætti
borgarstjóra var 31. janúar, og Þórólfur Árnason tók við lyklum
að skrifstofum borgarinnar 2. febrúar. - Hinn 28. maí tók
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við hlutverki Björns Bjarnasonar
(177)