Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Blaðsíða 181
ÚTVEGUR
Aflinn
Árið 2003 varð gott aflaár, og var fiskaflinn nálægt meðaltali
síðustu tíu ára. Þorskafli dróst þó saman en ýsu- og ufsaafli óx.
Af uppsjávarfiskum dróst loðnuafli saman en kolmunnaafli nær
tvöfaldaðist.
Heildaraflinn var 1.979.545 tonn (2.133.327 árið áður).
Miðað er við vigtarskýrslur til Hagstofunnar. Afli á Islandsmið-
um var 1.747.584 tonn (1.944,099), í norskri lögsögu 8.084 tonn
(9.987), í rússneskri iögsögu 2.425 tonn (2.383), á Flæmingja-
grunni 4.675 tonn (5.322) og á öðrum miðum 216.778 tonn
(171.536).
Þorskafli á árinu var 206.405 tonn (213.417 árið áður), ýsuafli
60.330 tonn (49.951), ufsaafli 51.935 tonn (41.839), karfaafli
62.741 tonn (66.371), úthafskarfaafli 48.402 tonn (44.504),
karfaafli samtals 101.143 tonn (111.875), lönguafli 3.584 tonn
(2.833), keiluafli 4.030 tonn (3.935), steinbítsafli 16.442 tonn
(14.304), lúðuafli 637 tonn (683), grálúðuafli 20.394 tonn
(19.229), skarkolaafli 5.236 tonn (5.126), síldarafli á íslands-
miðum 132.202 tonn (96.646), síldarafli af norsk-íslenskri síld
117.895 tonn (127.197), loðnuafli 675.625 tonn (1.078.818),
kolmunnaafli 501.505 tonn (286.381), humarafli 1.666 tonn
(1.548), rækjuafli 28.595 tonn (35.671), hörpudisksafli 789 tonn
(5.192), kúfisksafli 14.431 (12.353) og skötuselsafli 1.678 tonn.
Nýting afla af öllum miðum var með eftirfarandi hætti: Fryst-
ing í landi 277.115 tonn (260.073), sjófryst 260.726 tonn
(238.850), söllun 96.438 tonn (110.021), hersla 1.894 tonn
(685), bræðsla 1.206.196 tonn (1.427.818), útflutt ísað með flugi
30.901 tonn (28.857), gámar 33.641 tonn (25.832), innanlands-
neysla 5.108 tonn (4.674), niðursuða 4 tonn (235). Afli úr l'isk-
eldi var talinn 456 tonn.
Mest verðmæti fyrir afla á árinu fékk fjölveiðiskipið Vilhelm
Þorsteinsson frá Akureyri, 1.135 milljónir króna. Skipið veiddi
23.000 tonn af síld, 22.000 tonn af loðnu, 8.000 tonn af
kolmunna og um 1.400 tonn af úthafskarfa.
(179)