Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 183
upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. - í skoðanakönnun
Fréttablaðsins í aprfl sögðust 80% landsmanna vera á móti
kvótakerfinu.
I ágúst birti ríkislögregiustjórinn ákæru gegn sex mönnum og
sex útgerðarfyrirtækjum í Olafsvík fyrir mesta kvótasvindl
sögunnar. Þessir menn höfðu veitt ólöglega 400 tonn af þorski
og 100 tonn af ýsu. Einnig höfðu þeir náð sér í eitthvað af kola
og fleiri tegundum.
í desember bar sjávarútvegsráðherra fram frumvarp um
svokallaða línuívilnun. Gefið hafði verið loforð um þetta í kosn-
ingabaráttunni, en LÍÚ-menn sögðu, að þingmenn Vestfirðinga
hefðu kúgað stjórnarflokkana.
Eignatilfærslur í útgerð
SR-mjöl og Síldarvinnslan í Neskaupstað sameinuðust 1.
janúar. Nafn fyrirtækisins varð Sfldarvinnslan og aðalstöðvar
þess urðu í Neskaupstað. - I september náði svokallaður S-hóp-
ur öllum völdum í SIF. - Fram kom í desember að Eimskip
hygðist selja Brim, útgerðarhluta fyrirtækisins. Heimamenn á
útgerðarstöðum Brims, þ.e. á Akureyri, Akranesi og Skaga-
strönd, létu í ljós áhuga á að kaupa hluti úr Brimi.
Ýmis tíðindi
Samherji samdi við norska fiskeldisfyrirtækið Fjord Seafood
um samstarf á sviði fiskeldis og fóðurframleiðslu. Samherji
keypti um leið hlut í norska fyrirtækinu. - 1. júlí voru sett bráða-
birgðalög vegna tilskipunar ESB um fiskeldi. Markmið laganna
var að hnekkja innflutningsbanni Ira og Breta á eldisfiski,
seiðum og frjóvguðum hrognum frá Islandi. Nokkrir alþingis-
menn sögðust vera á móti þessum lögum, þ.á m. Drífa Hjartar-
dóttir, formaður landbúnaðarnefndar. - Um 2.800 eldislaxar frá
Víkurlaxi í Eyjafirði, sem geymdir voru í bráðabirgðasjókví í
höfninni í Neskaupstað, sluppu út 20. ágúst. Aðeins örfáir náðust
aftur.
I apríl var á annan tug skipa að ólöglegum veiðum á Reykja-
neshrygg. Þau eru mörg í eigu félaga, sem tengjast íslenskum
útgerðarmönnum og skráð í Eystrasaltsríkjunum. -1 árslok hafði
(181)