Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 200
Flutningatæki 27.034 (25.943)
Matvörur og drykkjarvörur 17.988 (18.566)
Eldsneyti og smurolíur 15.362 (15.984)
Útflutningsvörur
Afurðir orkufreks iðnaðar 40.303 (43.522)
Landfryst flök 18.238 (21.614)
Fryst rækja 14.591 (14.353)
Blautverkaður saltfiskur 13.180 (15.227)
Loðnumjöl, sfldar- og þorskmjöl 11.931 (18.104)
Sjófryst flök 10.252 (12.282)
Ný, kæld eða ísvarin fiskflök 8.484 (8.718)
Sjófrystur heill fiskur 8.384 (9.618)
Nýr, kældur eða ísvarinn heill fiskur 5.742 (5.087)
Saltfiskflök, bitar 5.700 (6.157)
Viðskipti á Kauphöll íslands fóru vaxandi á árinu og námu alls
1.577 milljörðum króna (1.133 árið áður). Var þetta annað árið í
röð, sem veltuaukning var mikil, og hefur heildarvelta í Kaup-
höllinni tvöfaldast á tveimur árum. Urvalsvísitala aðallista
hækkaði um 56,0% (16,7% árið áður). Vísitalan var með loka-
gildi ársins 2.114 stig (1.352 árið áður). Allar atvinnugreinavísi-
tölur hækkuðu á árinu nema vísitala sjávarútvegs og vísitala
lyfjagreinar mest eða um 174% (55,6% árið áður).
Af einstökum fyrirtækjum á aðallista Verðbréfaþings hækk-
uðu bréf í Pharmaco hf. mest eða um 183,0%, þá komu KB
banki með 75,0% og Fjárfestingafélagið Straumur með 67,0%.
Mesta lækkun hlutabréfa var hjá Sláturfélagi Suðurlands svf.
28,0%, þá komu Líf hf. með 24,0% lækkun og Tangi hf. með
23,0%.
Markaðsvirði Kauphallarfyrirtækja nam um 659 milljörðum í
árslok 2003 (528 árið áður). Verðmætasta fyrirtækið var Pharm-
aco hf. en markaðsvirði þess var talið vera um 125,5 milljarðar
króna, næst á eftir komu KB banki hf., sem var upp á 99 millj-
arða, og Islandsbanki hf. upp á 67 milljarða.
Kaupþing og Búnaðarbanki Islands voru sameinuð undir
nafninu Kaupþing Búnaðarbanki hf. 27. maí. - 5. ágúst keypti
(198)