Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Blaðsíða 202
Á almennum vinnumarkaði voru enn í gildi samningar frá
árinu 2000. Engar eiginlegar kjaraviðræður miili ASÍ og VSÍ
fóru því fram á árinu. Alþýðusambandsmenn tóku þó nokkuð við
sér, þegar laun alþingismanna voru hækkuð skömmu eftir kosn-
ingarnar og eftiriaunakjör ráðherra, hæstaréttardómara o.fl. voru
bætt með lögum frá Alþingi í desember. Þá boðaði ASÍ til
útifundar við Alþingishúsið, þar sem Grétar Þorsteinsson forseti
ASÍ flutti ræðu gegn þessu máli. Þau mótmæli báru þó engan
árangur og forsætisráðherra hæddist að þeim með því að segja,
að mætingin á fundinn hefði svarað til þess að skrifstofufólk ASÍ
hefði mætt.
Forystumál
I lok apríl var Elsa B. Friðfinnsdóttir kosin formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. - Á þingi Alþýðusambands fslands
í október var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Landssambandi
verslunarmanna kosin varaformaður ASÍ og hlaut hún 50,23%
atkvæða, en Kristján Gunnarsson frá Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Keflavíkur hlaut 49,76% atkvæða.
VÍSITÖLUR OG VERÐLAG
Vísitala neysluverðs hækkaði úr 224,7 stigum í janúarbyrjun
2003 í 230,1 stig í janúar 2004 og var verðbólga á árinu því
2,4%, sem er heldur meira en árið á undan, en þá var hún 1,4%.
Af verðbólgu ársins 2003 mátti rekja ríflega 1,0% til hækkunar
á metnum kostnaði fólks við að búa í eigin húsnæði. Hann hækk-
aði um 9,8% frá janúar 2002 til janúar 2003. Á sama tíma hækk-
aði húsnæðisverð um 8,5%, mælt með verðvísitölu Hagstofu
íslands. Sú vísitala er reist á mælingum Fasteignamats ríkisins á
fbúðaverði um land allt. Verðbólga án húsnæðiskostnaðar mæld-
ist því 1,3% á árinu 2003 og meðaltal neysluverðsvísitölunnar
árið 2003 var 230,0, sem var 2,7% hærra en árið áður. Án
húsnæðiskostnaðar hækkaði vísitalan um 1,5% milli ársmeðal-
tala.
Meðalverð erlendra gjaldmiðla í krónum talið lækkaði um
1,2% á árinu 2003, mælt með skráningarvísitölu Seðlabankans.
(200)