Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 203
Krónan styrktist um sömu hundraðstölu á árinu í heild, en geng-
ið var þó nokkuð sveiflukennt. Hún styrktist um tæp 6,0% frá
ársbyrjun fram í endaðan maí, veiktist svo um rúm 8,0% næstu
þrjá mánuði, en styrktist síðan aftur um rúm 4,0% til ársloka.
Bandaríkjadalur veiktist jafnt og þétt á árinu, alls um 11,9%
gagnvart krónu og um 16,8% gagnvart evru. Sölugengi dalsins
var 79,64 kr. í árslok 2003. Sterlingspund veiktist um 2,6%
gagnvart krónu á árinu, úr 130,41 kr. í 127,00 kr., en evran
styrktist um 6,0% úr 84,95 kr. í 90,01 kr. Japanska jenið veiktist
um 2,1% og var í lok árs 0,6675 kr. Sölugengi sænsku krónunn-
ar var 9,92 kr. í árslok 2003, hinnar norsku 10,72 og hinnar
dönsku 12,72 íslenskar krónur.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum og þjónustu á
höfuðborgarsvæðinu var sem hér segir í nóvember 2003 (innan
sviga eru tölur frá nóv. 2002): Franskbrauð sneitt, kg 360 kr.
(350), súpukjötskíló 476 kr. (550), ýsuflök, kg 865 kr. (877),
nýmjólkurlítri í pakka 83 kr. (81), smjörkíló 445 kr. (469), epla-
kíló 146 kr. (146), kartöflukíló 103 kr. (109), strásykurskíló 109
kr. (110), kaffikíló 746 kr. (756), Coca-Cola í flösku (2 1) 198 kr.
(193), brennivínsflaska 3.000 kr. (2.590), bjórdós (Egils gull 50
cl) 199 kr. (200), vindlingapakki 507 kr. (444), herraskyrta 4.719
kr. (4.707), kvensokkabuxur 910 kr. (820), bensínlítri (95 okt.)
97 kr. (100), mánaðargjald á dagheimili í Reykjavík með fæði
27.000 kr. (25.000), flugferð Reykjavík-Akureyri aðra leið
8.090 kr. (8.090), rútufargjald Reykjavík-Selfoss 850 kr. (850),
afnotagjald RÚV á ári 28.896 kr. (27.000), afnotagjald Stöðvar
2 50.079 kr. (48.402), bíómiði 800 kr. (800), fullorðinsmiði á
íslandsmótið í knattspyrnu 1.200 kr. (1.000), mánaðaráskrift að
Morgunblaðinu 2.100 kr. (2.100), síðdegisblað í lausasölu 200
kr. (200), strætómiði í Reykjavík, stakt fargjald 220 kr. (200).
ÝMISLEGT
Allsherjargoði vígður. Hinn 26. júní var Hilmar Orn Hilmars-
son vígður sem nýr allsherjargoði Asatrúarmanna við hátíðlega
athöfn á Þingvöllum.
Afengissala. Vaxandi áfengisneysla var í landinu og drakk
(201)